Kjúklingur í panang karrý

Það styttist í helgina og eflaust margir farnir að gera helgarplön. Sjálf sé ég fram á rólega helgi og hafði því hugsað mér að halda áfram að horfa á Big Little Lies. Við erum búin með fyrstu tvo þættina á jafn mörgum vikum og ég búin að lýsa því yfir hér heima að við munum fara langt með seríuna yfir helgina. Nú er því bara að standa við stóru orðin og leggjast í sófann með popp og nammi.

Fyrir þá sem eru að velta helgarmatnum fyrir sér þá mæli ég með þessum kjúklingi í panang karrý sem við vorum með í kvöldmat um daginn. Ég panta mér alltaf panang karrý þegar ég fer á tælenska veitingastaði og fæ ekki leið á því. Þessi réttur er bæði fljótgerður og súpergóður. Ég mæli með að prófa!

Kjúklingur í panang karrý

Panangkarrýmauk

 • 3 msk rautt karrýmauk
 • 1 msk hnetusmjör (creamy)
 • 1/2 tsk kórianderkrydd
 • 1/4 tsk cumin

Rétturinn

 • 1 msk kókosolía
 • 1 skarlottulaukur
 • 1 msk rifið engifer
 • 1 dós kókosmjólk
 • 300-400 g kjúklingalundir eða -bringur, skornar í þunnar sneiðar
 • 1,5 dl vatn
 • 1 kjúklingateningur
 • 2 tsk fiskisósa
 • 1 msk sykur
 • 10 dl blandað grænmeti (t.d. brokkólí, gulrætur, paprika, kartöflur, sveppir, sætar kartöflur…)
 • 170 g hrísgrjónanúðlur, eldaðar eftir leiðbeiningum á pakkningu
 • ferskt kóriander og lime skorið í báta til að bera fram með réttinum
Skerið grænmetið niður og steikið í smá ólívuolíu á pönnu við miðlungsháan hita þar til grænmetið er komið með fallegan lit (3-5 mínútur). Leggið til hliðar.

Hitið olíu á pönnu, bætið skarlottulauknum á pönnuna og mýkið í 3-4 mínútur, eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur og glær. Bætið engifer á pönnuna og steikið í hálfa mínútu áður en 1/4 af kókosmjólkinni er bætt á pönnuna ásamt karrýmaukinu. Steikið saman í 1 mínútu. Bætið kjúklingi á pönnuna og steikið í 2-3 mínútur. Bætið því sem eftir var af kókosmjólkinni ásamt vatninu, kjúklingateningnum, fiskisósunni og sykrinum á pönnuna og látið sjóða saman við vægan hita í 5-10 mínútur. Bætið grænmetinu saman við.

Sjóðið núðlurnar eftir leiðbeiningum á pakkningu.

Berið réttinn fram með núðlum, fersku kóriander og lime sem hefur verið skorið í báta.

SaveSave

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s