Notaleg kjúklingasúpa með chilli

Ég hef eflaust oft skrifað um hversu hrifin ég er af súpum og þegar það er svona kuldalegt úti þykir mér eitthvað sérlega notalegt við að hafa heita súpu og brauð í matinn. Þær virðast alltaf vera viðeigandi, sama hvort um er að ræða fyrir saumaklúbbinn, matarboð eða kvöldmat með krökkunum. Það er alltaf hægt að bjóða upp á súpu og þær verða bara betri ef þær eru gerðar með fyrirvara.

Þessi kjúklingasúpa vakti mikla lukku hjá krökkunum og þau dásömuðu hana við hverja skeið. Dásemd í skál!

Kjúklingasúpa

  • 1 msk ólívuolía
  • 1 rauð paprika
  • 3 úrbeinuð kjúklingalæri
  • smá salt og pipar (6 hringir á piparkvörninni er passlegt)
  • 2 msk ólívuolía
  • 1/4 laukur
  • 1/3 rautt chilli (sleppið fræjunum ef þið viljið hafa súpuna milda)
  • 1 hvítlauksrif
  • 1/2 dós (200 g) hakkaðir tómatar
  • 5 dl vatn
  • 1 kjúklingateningur
  • 1 grænmetisteningur
  • 6 hringir á piparkvörninni
  • smá salt
  • 1-2 tsk paprikukrydd
  • 2 msk limesafi
  • 2 handfylli fersk basilika
  • 2 handfylli spínat

Hitið ofn í 200° og smyrjið lítið eldfast mót með ólífuolíu. Skerið paprikuna í tvennt og takið kjarnann úr. Leggið paprikuna með hýðið upp (sárið niður) í eldfasta mótið. Saltið og piprið kjúklinginn og leggið í mótið með paprikunni. Setjið í ofninn í um 25 mínútur. Látið kólna örlítið og takið svo hýðið af paprikunni. Skerið paprikuna og kjúklinginn í strimla og leggið til hliðar.

Skerið laukinn í bita og fínhakkið chillíið. Hitið olíu í potti og steikið lauk, chillí og pressað hvítlauksrif við vægan hita. Bætið vatni, teningum, papriku, kjúklingi og tómötunum (ásamt safanum) í pottinn og látið sjóða saman. Smakkið til með paprikukryddi, limesafa, salti og pipar.

Grófhakkið basiliku og spínat og bætið í súpuna þegar hún er borin fram.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSa

Ein athugasemd á “Notaleg kjúklingasúpa með chilli

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s