Lampaást og dásamlegt Dumlefudge

Lampaást og dásamlegt Dumlefudge

Ég fékk mér lampa í vikunni, sem væri kannski ekki frásögu færandi nema að þegar ég kom heim með hann áttaði ég mig á því að ég hef fengið mér nýja lampa undanfarin þrjú jól. Það má því kannski segja að lampakaup séu að verða nokkurs konar furðuleg (og galin) jólahefð hjá mér.

Lampaást og dásamlegt Dumlefudge

Í fyrra keypti ég PH lampann sem mig hafði dreymt um lengi og fæ ekki nóg af. Árið þar á undan var það hvítur Flowerpot. Nýi lampinn heitir Leimu og er frá Iittala. Ég hef horft hlýjum augum á hann í nokkurn tíma og hann varð enn fínni hér heima en ég átti von á.

Lampaást og dásamlegt Dumlefudge

En að máli málanna, Dumlefudge. Hversu dásamlega gott! Krakkarnir eru að missa sig yfir þessu. Ég var með saumaklúbb í gærkvöldi og strákarnir báðu mig um að skammta stelpunum af góðgætinu svo það myndi ekki klárast. Þær áhyggjur reyndust þó óþarfar því ég gleymdi að bjóða upp á herlegheitin…

Lampaást og dásamlegt Dumlefudge

Ég mæli með að fjárfesta í hitamæli áður en farið er af stað í sælgætisgerð. Þeir kosta ekki mikið, ég keypti minn á 1.500 krónur um daginn, og eru hverrar krónu virði. Það munar svo miklu að geta fylgst vel með hitastiginu á karamellunni svo hún verði hvorki of mjúk né of hörð. Hér varð hún fullkomin!

Lampaást og dásamlegt Dumlefudge

Dumlefudge 

  • 3 dl rjómi
  • 3 dl sykur
  • 1 dl sýróp
  • 50 g smjör
  • 140 g Dumlekaramellur
  • 1 handfylli litlir sykurpúðar
  • maldonsalt

Setjið rjóma, sykur og sýróp í pott. Látið suðuna koma upp, lækkið hitann og látið sjóða þar til blanda nær 120° (það má líka nota kúluprófið, þ.e. setja smá af blöndunni í kalt vatnsglas og þegar það gengur að móta kúlu úr blöndunni þá er hún tilbúin). Takið pottinn af hitanum og hrærið smjörinu saman við þar til það hefur bráðnað. Hrærið hakkaðar Dumlekaramellur saman við þar til blandan er slétt. Hrærið að lokum sykurpúða varlega saman við (þeir eiga ekki að bráðna) og hellið blöndunni í form sem hefur verið klætt með bökunarpappír (ég var með form sem er 20 x 20 cm). Stráið maldonsalti yfir. Látið kólna áður en skorið niður í bita. Geymið í ísskáp.

Lampaást og dásamlegt DumlefudgeLampaást og dásamlegt DumlefudgeLampaást og dásamlegt DumlefudgeLampaást og dásamlegt DumlefudgeLampaást og dásamlegt DumlefudgeLampaást og dásamlegt DumlefudgeLampaást og dásamlegt DumlefudgeLampaást og dásamlegt Dumlefudge

3 athugasemdir á “Lampaást og dásamlegt Dumlefudge

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s