Sultukökur

Sultukökur

Í dag er vika í aðfangadag. Mér þykir aðventan hafa liðið svo brjálæðislega hratt og man varla eftir jafn skemmtilegum desembermánuði. Tveir saumaklúbbar, vinkonuhittingar, matarboð, jólaboð, jólahlaðborð, Baggalútstónleikar og kampavínshittingur er þegar afstaðið og stuðið heldur áfram því í næstu viku bíður annað jólahlaðborð, skötuveisla og síðast en ekki síst – ég verð fertug!

Sultukökur

Ég hef ekki verið nógu dugleg í smákökubakstrinum þessa aðventuna og það litla sem ég hef bakað hefur klárast samstundis. Hér eru því engin smákökubox á borðum en ég á sörur í frystinum og konfekt í skápnum þannig að það væsir ekki um okkur.  Mig grunar að þetta verði síðasta smákökuuppskriftin sem ég set inn fyrir þessi jól en hún er ekki af verri endanum. Klassískar sænskar sultukökur sem eru svo góðar að það hálfa væri nóg. Uppskriftin er ekkert brjálæðislega stór og því snjallt að tvöfalda hana.

Sultukökur

Það er upplagt að setja nokkrar kökur í poka og færa ástvinum fyrir jólin. Gjöf sem gleður!

Sultukökur – uppskrift úr tímaritinu Hembakat

  • 2,5 dl hveiti (150 g)
  • 120 g smjör við stofuhita
  • 3/4 dl flórsykur (45 g)
  • 1 tsk vanillusykur
  • St. Dalfour hindberjasulta

Hitið ofninn í 200°. Hrærið smjör, flórsykur og vanillusykur saman þar til blandan er létt. Bætið hveitinu saman við og vinnið vel saman. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið kökurnar á bökunarpappírsklædda bökunarplötu. Gerið smá holu í miðja kökuna og setjið hindberjasultu þar í. Bakið í 12-15 mínútur.

SultukökurSultukökurSultukökurSultukökur

 

3 athugasemdir á “Sultukökur

  1. sæl er að baka þessar sultukökur eða reyna það en ég kem ekki deiginu í gegnum sprautupoka það er það þykkt!! hvað er ég að gera vitlaust?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s