Jólakveðja

Jólakveðja

Gleðileg jól kæru lesendur. Ég vona að jóladagarnir hafi staðið undir væntingum og allir geti tekið undir með Baggalúti og sagt að jólin eru æði! Við höfum átt æðisleg jól, svo góð að krakkarnir segja þetta bestu jól sögunnar. Ekki skemmir hvað veðrið er búið að vera jólalegt og fallegt. Ég var að tæma myndavélina og sá að hún hefur greinilega ekki verið mikið á lofti undanfarna daga en einhverjum myndum náðist að safna saman úr símunum hjá mannskapnum. Myndagæðin eru eftir því en fá að duga í þetta sinn.

Jólakveðja

Ég er búin að vera í fríi síðan á miðvikudaginn. Á fimmtudeginum varð ég fertug! Við fórum í göngu um snjóþakta Heiðmörk um morguninn og þar var dregið upp kampavín og franskar makkarónur í tilefni dagsins. Þegar við komum heim um hádegi beið mín óvæntur afmælisbröns með allri fjölskyldunni. Það sem ég var hissa! Þegar leið á daginn fórum við í  Bláa lónið, síðan út að borða og um kvöldið komu vinir hingað heim í léttar veitingar. Æðislegur dagur í alla staði!

Jólakveðja

Jólakveðja

img_0315

Seinnipart þorláksmessu fórum við í skötu á Þrjá Frakka. Mamma var búin að bíða spennt allan mánuðinn og strákarnir voru hugaðir og smökkuðu bæði skötu og hákarl, en pöntuðu sér þó saltfisk. Sjálf gæti ég vel lifað án skötunnar og er enn að berjast við að ná lyktinni úr úlpunni minni. Eftir matinn röltum við um bæinn og enduðum kvöldið á Geira smart.




Aðfangadagur rann síðan loksins upp, hvítur og fallegur. Kertasníkir hafði litið við um nóttina og skilið eftir sig gjafir sem féllu í kramið. Hinn hefðbundni möndlugrautur var í hádeginu og venjunni samkvæmt fékk Gunnar möndluna (hvernig er þetta hægt!!).

JólakveðjaJólakveðja

Við erum mjög föst í venjum yfir hátíðirnar og hér er alltaf hamborgarahryggur og sama meðlætið, ár eftir ár. Og ár eftir ár borðum við yfir okkur. Þegar búin var að opna allar gjafirnar og gestirnir voru farnir heim gengum við frá og lögðumst svo í sófann og horfðum á jólamynd saman. Þegar klukkan var lang gengin þrjú fengum við okkur annan disk af jólamatnum áður en við skriðum upp í rúm. Dásamlegt.

Jólakveðja

Jólakveðja

Í gær var hefðbundið jólaboð hjá mömmu þar sem við fengum hangikjöt. Seinna um kvöldið fór ég svo og hitti vinkonur mínar, þar sem var boðið upp á heitreykta gæsabringu, osta, smákökur og freyðivín. Það er því hver veislan á fætur annari þessa dagana.

JólakveðjaJólakveðjaJólakveðja

Í kvöld erum við bara tvö og ætlum að elda okkur humar og opna hvítvínsflösku. Það verður notalegt. Á morgun hefst svo fjörið á ný því strákarnir verða 14 ára! Tíminn flýgur…

 

4 athugasemdir á “Jólakveðja

  1. Gleðileg jól kæra fjölskylda gaman að skoða myndirnar ég nota þessa síðu svo mikið enda allveg frábær og allt svo gott sem þú setur hér inn. Kv Kristjana 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s