Kókoskúlur í ofnskúffu

Getum við verið sammála um að heimagerðar kókoskúlur eru óstjórnlega góðar? Sérstaklega þegar þær eru súkkulaðihúðaðar eins og þessar. Þegar þær eru kaldar úr ísskápnum þá er ekki hægt að standast þær með kaffibollanum. Það fer svo brjálæðislega vel saman.

Eins og mér þykja kókoskúlur góðar þá nenni ég sjaldan að gera þær. Jakob tekur sig stundum til og gerir skammt en er þá oftast fljótur að klára þær sjálfur, ef hann býður ekki vinum sínum upp á þær. Ég datt því heldur betur í lukkupottinn þegar ég sá þessa snjöllu aðferð á Instagram, að setja deigið einfaldlega í ofnskúffu, setja súkkulaði og kókos yfir og skera síðan í passlega stóra bita. Tekur enga stund. Stórkostlegasta uppfinning ever!

Kókoskúlur í ofnskúffu

  • 400 g smjör við stofuhita
  • 2 dl flórsykur
  • 1 dl kakó
  • 1 dl Nesquik (eða annað drykkjarkakaó)
  • 2 msk vanillusykur
  • 1 dl kaffi
  • 100 g rjómasúkkulaði
  • um 18 dl haframjöl

Yfir kókoskúlurnar

  • 200 g súkkulaði (ég var með suðusúkkulaði)
  • kókosmjöl

Byrjið á að þeyta smjör og flórsykur saman þar til blandan verður létt. Bætið kakói, Nesquik, vanillusykri, kaffi og bræddu rjómasúkkulaði í skálina og hrærið öllu vel saman. Hrærið haframjöli smátt og smátt saman við þar til réttri áferð er náð. Blandan á að vera blaut í sér en þéttur massi. Þrýstið blöndunni í ofnskúffu sem hefur verið klædd með bökunarpappír og látið standa í ísskáp í smá stund.

Bræðið súkkulaðið til að setja yfir kókoskúlurnar og dreifið því yfir kókoskúludeigið. Stráið kókosmjöli yfir og látið síðan standa í ísskáp í um 30 mínútur.

Skerið kókoskúlurnar í bita. Geymið í loftþéttum umbúðum í ísskáp eða frysti.

3 athugasemdir á “Kókoskúlur í ofnskúffu

    1. Já, það er rétt 🙂 Þetta er svo stór uppskrift, fyllir út í heila ofnskúffu. Það er samt ágætt að byrja rólega með kókosmjölið og bæta því smá saman út í 🙂

  1. Nú er ég strand… var einmitt að spá í desilítrana 18… en þú skrifar kókosmjöl hér í komment. Er það hafra- eða kókosmjöl sem eiga að vera 18 dl af?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s