Cornflakesnammi með rúsínum

Það er eflaust þversagnarkennt að setja inn færslu um betri matarvenjur einn daginn og setja síðan inn uppskrift af sætindum daginn eftir en eitt þarf ekki að útiloka annað. Að borða vel þarf í mínum bókum ekki að þýða að taka allt góðgæti út, heldur að setja meira hollt inn. Það væri lítið varið í lífið ef ekkert mætti!

Þetta Cornflakesgóðgæti gerði ég fyrir jólin og við nutum yfir sjónvarpinu eitt kvöldið. Svo æðislega gott!

Cornflakesnammi með rúsínum

  • 1/2 dl sykur
  • 125 g suðusúkkulaði
  • 1/2 dl sýróp
  • smá salt
  • 1 msk kakó
  • 50 g smjör
  • 1/2 dl rúsínur
  • 5-6 dl cornflakes

Setjið allt nema Cornflakes og rúsínur í pott. Blandið vel saman, látið suðuna koma upp og sjóðið við vægan hita í um 5 mínútur. Takið pottinn af hitanum og hrærið rúsínum og Cornflakes varlega saman við. Setjið í lítil form og látið harðna í ísskáp.

 

 

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s