Piparlakkrístoppar

Hér heima eru jólalögin byrjuð að hljóma, nánast allar jólagjafirnar hafa verið keyptar og nokkrum hefur þegar verið pakkað inn (ég hef ALDREI verið svona snemma í þessu!) og fyrsta smákökusortin var bökuð í gær. Ég gat hreinlega ekki setið á mér að prófa að gera lakkrístoppa með nýja piparlakkrískurlinu. Í fyrra taldið ég lakkrístoppana verða fullkomna með tilkomu piplarlakkrísins (uppskriftin er hér) en nú veit ég ekki, þessir gefa hinum í það minnsta ekkert eftir. Þeir kláruðust á stundinni og það verða klárlega bakaðar nokkrar umferðir af þeim fram að jólum. Þetta verða allir að prófa!

Piparlakkrístoppar

  • 3 eggjahvítur
  • 200 g púðursykur
  • 150 g piparlakkrískurl (1 poki)
  • 150 g rjómasúkkulaðidropa (ég var með síríus sælkerabaksturs rjómasúkkulaðidropa)
Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur. Þeytið vel og lengi til að fá marensinn mjúkan og seigan. Blandið lakkrískurli og súkkulaði varlega saman við.
Mótið toppa með tveim teskeiðum og bakið við 140° í 20 mínútur.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Marengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaði

Marengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaði

Í desember er alltaf jafn ánægjulegt að sjá jólakort detta inn um lúguna. Ég opna þau aldrei fyrr en seint á aðfangadagskvöldi. Þá söfnumst við saman þegar allir eru komnir í náttfötin, náum í sörur og jólanammi, og opnum kortin eitt í einu. Sá sem opnar kortið les það upphátt og síðan gengur það manna á milli. Þetta er svo notalegur endir á kvöldinu að það hálfa væri nóg.

Marengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaði

Undanfarin ár hef ég ekki sent jólakort og nú hræðist ég það mest að vera dottin út af jólakortalistunum hjá öðrum. Ef svo er þá hef ég fullan skilning á því, þó ég muni sakna kortanna alveg svakalega. Kannski að ég stilli unglingunum mínum upp, smelli mynd af þeim og læt útbúa kort. Ég þarf þá að fara að huga að því, það styttist óðum í jólin. Ég datt niður á fallega kortasíðu, Tinyprints, um daginn sem ég gæti hugsað mér að panta af, ef það gengur að hafa textann með íslenskum stöfum. Kortið hér fyrir neðan þykir mér stílhreint og fallegt, og svo jólalegt með hvíta snjónum og rauðu kápunni.


Marengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaði

Síðan þarf ekki alltaf að eltast við hina fullkomnu jólakortamynd þar sem börnin sitja straujuð og fín, allir brosa sínu blíðasta og horfa beint í myndavélina (og oftar en ekki eru allir fyrir löngu búnir að missa gleðina), þegar allra fínast er þegar myndirnar eru líflegar. Þessi fjölskyldumynd þykir mér dásamlega falleg þrátt fyrir að einn sé með lokuð augun og engin horfir í sömu átt. Afslöppuð og hlý mynd sem passar vel í jólakortið.

Marengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaði

Fyrr í vikunni bakaði ég lakkrístoppa en skipti lakkrískurlinu út fyrir piparfylltar lakkrísreimar. Útkoman varð bestu smákökur sem við höfum á ævinni smakkað! Ég hef aldrei séð kökur klárast jafn hratt og það leið ekki klukkutími frá því topparnir komu úr ofninum þar til þeir voru allir búnir. Ég, sem er ekki einu sinni neitt sérlega hrifin af piparfylltu reimunum, réði ekki við mig og borðaði meira en ég mun nokkurn tímann gefa upp. Ég segi bara, ef þið ætlið að baka eina smákökusort fyrir jólin þá skuluð þið baka þessa!

Marengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaði

  • 3 eggjahvítur
  • 200 g púðursykur
  • 1 poki piparfylltar lakkrísreimar (80 g)
  • 1 poki suðusúkkulaðidropar (150 g)
Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur. Skerið lakkrísreimarnar niður í smáa bita.
Blandið lakkrísreimum og súkkulaði varlega saman við stífþeyttu eggjahvíturnar.
Mótið toppa með tveim teskeiðum og bakið við 140° í 20 mínútur.
Marengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaðiMarengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaðiMarengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaðiMarengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaðiMarengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaðiMarengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaði

Lakkrístoppar með karamellukurli

Lakkrístoppar með karamellukurli

Það virðist engin smákökusort fá að liggja óhreyfð hér á heimilinu en sú sort sem ég baka hvað oftast eru lakkrístopparnir. Ég hef bakað nokkra umganga fyrir þessi jól og þeir hverfa jafn hratt og þeir koma úr ofninum. Krakkarnir elska þá!

Lakkrístoppar með karamellukurliLakkrístoppar með karamellukurliLakkrístoppar með karamellukurliLakkrístoppar með karamellukurli

Lakkrístoppar með karamellukurli

  • 3 eggjahvítur
  • 200 g púðursykur
  • 1 poki lakkrískurl (150 g)
  • 1 poki karamellukurl (150 g)

Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur. Hrærið lakkrís- og karamellukurli varlega saman við. Myndið toppa með tveimur teskeiðum og setjið á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Bakið við 150° í 15-18 mínútur.