Karamellutoppar

Karamellutoppar

Mér þykir desember án nokkurs vafa vera besti mánuður ársins og fæ alltaf fiðring í magann þegar hann loksins rennur upp. Núna get ég byrjað að skreyta heimilið, klárað jólakortin, hlustað á jólatónlistina og byrjað jólabaksturinn. Ég tók reyndar forskot á smákökubaksturinn þegar ég gerði jólaþáttinn fyrir jólablað Morgunblaðsins en þær kökur eru allar löngu búnar. Það breytir engu því ég er með fullt af spennandi uppskriftum og hugmyndum sem ég hlakka til að prófa mig áfram með. Það er þó ekki alveg kökulaust á heimilinu því ég kom með eitt og annað góðgæti heim af Jóla-Galdra námskeiðinu.

Karamellutoppar

Fimmtudagskvöldið var góð upphitun fyrir jólin og kvöldið var jafn dásamlegt og ég átti von á. Ég mæli svo heilshugar með námskeiðunum hjá Salt Eldhúsi því þau eru svo mikið meira en bara matreiðslunámskeið. Stemmningin sem er á þeim gefur notalega kvöldstund í fallegu umhverfi sem er lærdómsrík en umfram allt skemmtileg. Ég fór á námskeiðið í frábærum félagsskap og birti hér myndir af hópnum í algjöru leyfisleysi. Þið skuluð því skoða myndirnar vel áður en ég fæ símhringingu um að taka þær út.

Karamellutoppar

Við gerðum sitt lítið af hverju á námskeiðinu og ég kom heim með sörur, smákökur, konfekt, rauðkál, paté, chutney og sítrónusmjör. Þar að auki kom ég með allar uppskriftirnar af því sem við gerðum og höfuðið stútfullt af hugmyndum.

KaramellutopparÉg lofaði yndislegustu 10 ára stelpu í heimi að láta uppskriftina að karamellutoppunum á bloggið og það síðasta sem ég vil gera er að svíkja hana. Hún er besta vinkona strákanna og saman tókst þeim að klára heila uppskrift af karamellutoppunum á einum degi. Þau gáfu þeim bestu mögulegu einkunn og núna er beðið eftir að ég baki fleiri.  Ég varð mjög glöð því þessir toppar voru tilraunastarfsemi hjá mér. Hér kemur uppskriftin fyrir Andreu og aðra sem langar að prófa.

Karamellutoppar

 • 3 eggjahvítur
 • 200 g ljós púðursykur
 • 150 g karamellu kurl (frá Nóa Síríusi)
 • 150 g rjómasúkkulaði með hrískúlum

Stífþeytið eggjahvíturnar og púðursykurinn. Skerið súkkulaðið í smáa bita og hrærið saman við eggjablönduna ásamt karamellukurlinu.

Myndið litla toppa með teskeiðum og bakið við 150°í ca 15 mínútur.

10 athugasemdir á “Karamellutoppar


 1. Ég kíki reglulega við hjá þér, hef prófað margar af uppskriftunum þínum og þær klikka aldrei. Gerði kjúklinginn með mango chutney og papriku í kvöld og það var ekki arða eftir af honum, algjort nammi 🙂

  Takk fyrir mig!
  Kv. Helga Rún

 2. En gaman að sjá myndir frá námskeiðinu, hefði viljað fara á þetta…geri það næst 🙂 Takk fyrir að deila þessari girnilegu uppskrift!

  Bestu kveðjur
  Margrét

  1. Ég keypti bökunarmottuna í netversluninni hjá Salt Eldhúsi. Ég er mjög ánægð með hana og hef t.d. notað hana þegar ég hef bakað sörur, lakkrístoppa og makkarónur. Kökurnar verða þá allar jafn stórar. Það má síðan snúa mottunni við og þá er hún alveg slétt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s