Hvítar súkkulaðitrufflur með piparkökuhjúpi

Hvítar súkkulaðitrufflur með piparkökuhjúpi

Ég vona að fyrsta aðventan hafi verið öllum góð. Hér á heimilinu var hún tekin með mikilli ró og óhætt að segja að við nutum hennar vel. Jólaskrautið var tínt upp úr kössum og komið fyrir á sínum stöðum, sörurnar voru bakaðar og jólakortin kláruð. Mér var síðan komið á óvart  þegar bæði mamma og Öggi tóku upp á því, hvort upp á sitt einsdæmi, að færa mér aðventugjafir. Mamma gaf mér hvítt hreindýr sem ég er búin að koma fyrir á stofuskenknum og Öggi bók, Súpur allt árið, eftir Sigurveigu Káradóttur. Ég varð svo hissa og þótti svo ofboðslega vænt um þessi óvæntu uppátæki hjá þeim.

Það er skemmtileg vika framundan með þremur saumaklúbbum og einu jólahlaðborði. Ég tók að mér að koma með köku í kvöld og er spennt að smakka biskmarkbrownies með hvítu súkkulaði sem er í ofninum. Ilmurinn úr eldhúsinu lofar góðu og ef kakan stendur undir væntingum þá set ég uppskriftina inn.

Núna ætla ég hins vegar að gefa uppskrift af hvítum súkkulaðitrufflum með piparkökuhjúpi sem mér þykja bæði jólalegar og góðar. Malín elskar þessar trufflur og var fljót að klára þær þegar ég útbjó þær fyrir jólablað Morgunblaðsins. Þetta konfekt er til að njóta en ekki geyma því mér þykir það ekki geymast vel. Ég vil hafa piparkökuhjúpinn stökkan en hann mýkist með tímanum. Það hefur þó ekki verið vandamál hjá okkur því þær renna út eins og heitar lummur.

Hvítar súkkulaðitrufflur með piparkökuhjúpi

Hvítar súkkulaðitrufflur með piparkökuhjúpi

  • 200 g hvítt súkkulaði
  • 1/2 dl rjómi
  • 25 g smjör
  • fínrifið hýði af 1/2 sítrónu (passið að taka bara ysta lagið og ekkert af þessu hvíta)
  • 2 msk ferskur sítrónusafi
  • 10-15 fínmuldar piparkökur

Hitið rjómann að suðu í potti. Takið pottinn af hitanum og hrærið smjöri og hökkuðu súkkulaði saman við. Hrærið þar til allt hefur bráðnað saman. Bætið sítrónuhýði og sítrónusafa saman við. Setjið blönduna í ísskáp í að minnsta kosti klukkutíma. Myljið piparkökurnar í matvinnsluvél. Mótið kúlur úr súkkulaðiblöndunni og veltið upp úr piparkökumylsnunni. Geymið í ísskáp.

Hvítar súkkulaðitrufflur með piparkökuhjúpi

3 athugasemdir á “Hvítar súkkulaðitrufflur með piparkökuhjúpi

  1. Þessar hljóma girnilega! 🙂 En hvað ertu eiginlega í mörgum saumaklúbbum Svava mín?? Í sjálfhverfu minni hélt ég að sænski klúbburinn okkar væri sá eini …. ok, allavega aðal! 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s