Góð byrjun á deginum

Góð byrjun á deginum

Ég efast ekki um að flesti leggi meira í morgunverðinn um helgar en á virkum dögum. Ég gef mér varla tíma fyrir morgunverð yfir vinnuvikuna en bæti þó vel upp fyrir það um helgar. Fæ æði fyrir einhverjum ákveðnum helgarmorgunmat og borða það sama helgi eftir helgi svo vikum og jafnvel mánuðum skiptir áður en ég breyti til. Þessar kotasælupönnunkökur voru fastur liður hér á borðum í ansi langan tíma og ég hef ekki tölu á hversu oft ég hef hitað frosið crossant í ofninum og fyllt þau síðan með eggjahræru og skinku.

Góð byrjun á deginum

Nýjasta æðið eru ristaðar beyglur með rjómaosti og góðri sultu (sulturnar frá St. Dalfour eru í algjöru uppáhaldi). Þetta æði hófst um það leiti sem nýja brauðristin kom í hús en á henni er sérstök beyglustilling sem ristar þær fullkomlega (það er líka hægt að hita beyglurnar í ofni sé þessi fítus ekki til staðar á brauðristinni). Ef ég ætla að gera virkilega vel við mig geri ég heitt súkkulaði með rjóma með. Svo ótrúlega notaleg byrjun á deginum. Ég mæli með þessu, sérstaklega núna þegar það er kuldalegt úti og extra notalegt að sitja inni yfir góðum morgunverði og lesa blaðið í ró og næði.

Góð byrjun á deginum

Og úr helgarmorgunverðinum í helgarkvöldverðinn. Ef þið eruð hugmyndasnauð fyrir helgarmatnum þá sting ég upp á Pad thai á föstudagskvöldinu, kjúkling með beikoni, steinselju og parmesan í dásamlegri sinnepssósu á laugardagskvöldinu og hægeldað boeuf bourguignon á sunnudagskvöldinu. Að því sögðu óska ég ykkur góðrar helgar.

Kjúklinga Pad ThaiKjúklingur með beikoni, steinselju og parmesan í dásamlegri sinnepssósuBoeuf bourguignon

2 athugasemdir á “Góð byrjun á deginum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s