Kotasælupönnukökur

Kotasælupönnukökur

Ég elska, elska, elska morgnana um helgar. Mér þykja þeir eitt það besta við helgarnar. Að geta byrjað daginn rólega, læðst fram á náttsloppnum, kveikt á útvarpinu og útbúið morgunmat. Öggi kemur oftast skömmu seinna fram og ef ég er ekki búin að leggja á borð þá gerir hann það. Þetta er notaleg stund og það ríkir kyrrð í húsinu sem er dásamlegt að hefja daginn í. Við erum oftast bara tvö á fótum og dundum okkur við þetta yfir spjalli um allt og ekkert. Þegar allt er tilbúið kveikjum við á kertum og vekjum krakkana. Virku morgnarnir eru hrein andstæða við helgarnar, þegar allir eru að flýta sér og enginn tími gefst til að njóta stundarinnar. Mér þykir leiðinlegt að byrja dagana þannig en einfaldlega næ ekki að koma okkur fyrr á fætur. Það að virku morgnarnir séu svona misheppnaðir veldur því eflaust að við njótum helganna enn betur.

Kotasælupönnukökur

Við erum ekki föst í sama morgunmatnum um helgar. Upp á síðkastið hef ég oftast fengið mér hrökkbrauð með osti og linsoðið egg en þess á milli gert amerískar pönnukökur, beikon og eggjahræru. Stundum setjum við bara morgunkorn, múslí, ab-mjólk, heimabakað brauð (þetta hefur lengi verið í uppáhaldi) og álegg á borðið. Síðan hef ég alltaf góðan djús með klökum í (Heilsusafi og rauður Brazzi verða oftast fyrir valinu).

Kotasælupönnukökur

Um síðustu helgi prófaði ég í fyrsta sinn að gera kotasælupönnukökur og bar þær fram með jarðaberjum og hlynsírópi. Aldrei hefði mig grunað að þær ættu eftir að vekja jafn mikla lukku og þær gerðu. Pönnukökurnar voru léttar í sér og fóru stórkostlega vel með fersku jarðaberjunum og hlynsírópinu. Ljúffengari morgunmat hef ég sjaldan fengið. Í fyrramálið ætla ég að endurtaka leikinn og ég hef hlakkað til þess alla vikuna. Dagurinn getur varla byrjað mikið betur en svona.

Kotasælupönnukökur

Kotasælupönnukökur (uppskrift úr The Weelicious Cookbok) – uppskriftin gefur um 18 litlar pönnukökur

  • 3 egg
  • 1 bolli kotasæla
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 msk hunang eða agave síróp
  • ½ bolli hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • ¼ tsk salt
  • smjör, olía eða olíusprey

Setjið fyrstu 4 hráefnin í skál og hrærið þeim saman. Bætið þurrefnunum saman við og hrærið saman.

Kotasælupönnukökur

Hitið pönnu við miðlungsháan hita og setjið smá af olíu eða smjöri á pönnuna. Setjið um 1 msk af deiginu á pönnuna fyrir hverja pönnuköku.  Steikið í 2 mínútur á hvorri hlið, eða þar til pönnukakan er gyllt á lit og steikt í gegn.

Kotasælupönnukökur

11 athugasemdir á “Kotasælupönnukökur

  1. Namm, þær voru æði. Er sérstaklega hrifin af uppskriftinni vegna þess hve lítið hveiti er í þeim og hversu próteinríkar þær eru. Takk 🙂

  2. Bakaði þessar s.l. sunnudagsmorgun við mikla lukku annarra í fjölskyldunni, borðuðum þær með ferskum jarðaberjum og frosnum bláberjum, krakkarnir laumuðu hnetusmjöri á þær og ætluðu aldrei að hætta að borða.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s