Nú er stutt vinnuvika og páskafrí framundan. Við ætlum að vera heima yfir páskana en bindum miklar vonir við gott skíðafæri í Bláfjöllum. Fyrir utan skíðin langar mig mest til að eyða fríinu í rólegheitum, fara í göngutúra, kíkja í matreiðslubækur og borða góðan mat. Ég elda alltaf lamb á páskadag en annars er lítið um matarhefðir yfir páskana hjá okkur. Mér datt þó í hug að það gæti verið sniðugt að smakka páskabjórinn á föstudagskvöldinu og þá fer pizza með karamelluseruðum lauk og beikoni stórvel með. Ég mæli með að þið prófið hana!
Mánudagur: Gratineraður fiskur á hrísgrjónabeði
Þriðjudagur: Milljón dollara spaghetti
Miðvikudagur: Rjómalögðu kjúklingasúpa
Fimmtudagur: Ómótstæðilegur pastaréttur
Föstudagur: Pizza með karamelluseruðum lauk og pipruðu beikoni
Morgunverður yfir páskana: Kotasælupönnukökur