Rjómalöguð kjúklingasúpa

Við höfum legið yfir veðurfréttum síðustu daga og vonað að það fari að létta til. Planið var að keyra norður á Akureyri á morgun því Gunnar átti að fara með Gerpluhópnum að keppa í fimleikum. Við hin vorum búin að ákveða að eyða helginni á Akureyri og fylgjast með honum keppa. Það var þó tekin ákvörðun í dag um að fresta mótinu sökum veðurs, Gunnari til mikilla vonbrigða.

Ég hef eflaust sagt það áður að ég er yfirleitt með súpu í matinn einu sinni í viku. Við erum öll hrifin af súpum og mér þykir svo gaman að elda þær, að smakka þær til og dekra við þær.  Síðan er eitthvað svo notalegt við það að sitja inni í hlýjunni með súpu þegar það er svona kalt úti. Í gær eldaði ég rjómalagaða kjúklingasúpu sem var dásemdin ein og alveg fullkomin í þessu kalda veðri.

Rjómalöguð kjúklingasúpa

 • 500 gr kjúklingabringur
 • smjör
 • 2 skarlottulaukar
 • 2 gulrætur
 • nokkrar matskeiðar chilisósa
 • 1 dós niðursoðnir hakkaðir tómatar
 • 8 dl vatn
 • 2 kjúklingateningar (eða 1 kjúklinga- og 1 grænmetisteningur)
 • 1-2 hvítlauksrif
 • 1 peli rjómi (2 ½ dl)
 • 100 gr rjómaostur
 • 2-3 lúkur af pasta
 • smá cayenne pipar
 • pipar og salt
 • púrrulaukur
 • rifinn ostur (mér þykir gott að rífa óðalsost)

Skerið kjúklinginn í bita, saxið laukinn og skerið gulræturinar í sneiðar. Steikið kjúklinginn upp úr smjöri. Þegar kjúklingurinn er að verða tilbúinn er lauknum og gulrótunum bætt út í og steikt saman þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Bætið niðursoðnum tómötum, chilisósu, vatni, rjóma og teningum út í og látið suðuna koma upp. Bætið rjómaostinum í pottinn í smáum skömmtum og látið blandast vel. Bætið pastanu í pottinn og látið sjóða þar til það er tilbúið. Smakkið til með salti, pipar og cayennepipar.

Skerið púrrulaukinn í þunnar sneiðar. Berið súpuna fram með púrrulauk, rifnum osti og góðu brauði.

8 athugasemdir á “Rjómalöguð kjúklingasúpa

 1. Ég er búin að gera þessa súpu tvisvar og hún er algjört æði, slær í gegn hjá öllum.
  Takk fyrir frábæran vef 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s