Granóla með pekanhnetum

Mikið er ég fegin því að vera stödd heima hjá mér en ekki á ferðalagi norður eins og planið var. Við ætlum að njóta kvöldsins hér heima, erum búin að kaupa nammi og ætlum að kúra fyrir framan sjónvarpið og horfa á X-factor.

Gunnar er á fimleikaæfingu og við hin erum að gera mexíkóskar pizzur. Við borðum alltaf í seinna fallinu á föstudögum því við bíðum eftir að Gunnar komi heim. Við Öggi erum spennt fyrir kvöldmatum því við erum með óvæntan glaðning handa krökkunum sem við getum ekki beðið eftir að segja þeim frá.

Ég gerði enn einn skammtinn af granóla með pekanhnetum áðan til að eiga yfir helgina. Við erum með algjört æði fyrir þessu granóla. Ég gaf uppskriftina af því í Fréttablaðinu fyrir nokkrum vikum en hún hefur aldrei verið birt hér. Það tekur enga stund að búa það til og ég get lofað að það á eftir að slá í gegn.

Granóla með pekanhnetum

  • 3 bollar tröllahafrar
  • 1 bolli grófsaxaðar pekanhnetur
  • 2 tsk kanil
  • ¼ tsk salt
  • ½ bolli ljós púðursykur
  • ¼ bolli vatn
  • 2 msk bragðlaus olía
  • 1 msk vanillusykur

Hitið ofninn í 150° og leggið bökunarpappír á tvær ofnplötur. Blandið tröllahöfrum, pekanhnetum, kanil, vanillusykri og salti í skál. Blandið ljósum púðursykri og ¼ bolla af vatni saman í pott og hitið að suðu yfir miðlungsháum hita. Hrærið í þar til sykurinn hefur bráðnað. Bætið olíunni saman við. Takið pottinn af hitanum og hellið yfir þurrefnin. Hrærið í blöndunni þar til allt hefur blandast vel.

Skiptið blöndunni á bökunarplöturnar og dreifið úr þeim. Bakið í 15 mínútur, hrærið í granólanu og færið plöturnar þannig að sú sem var ofar í ofninum fari fyrir neðan og öfugt. Bakið áfram í 10-15 mínútur til viðbótar eða þar til granólað er komið með fallegan lit. Tröllahafrarnir geta verði mjúkir þegar þeir koma úr ofninum en þeir verða stökkir þegar þeir kólna. Látið kólna alveg á bökunarplötunum.

12 athugasemdir á “Granóla með pekanhnetum

    1. Óvænti glaðningurinn var ferð til Svíþjóðar. Það hefur verið draumur krakkanna síðan frændur þeirra og lítil frænka fluttu þangað fyrr á árinu að fara að heimsækja þau 🙂

  1. Hæ.
    Nú kem ég að tómum kofanum 🙂 Er þetta borðað sem snakk eða út á kannski AB eða súrmjólk eða gríska jógúrt?

  2. Þetta er ekkert smáá gott! Ég var svo glöð þegar ég sá þessa uppskrift þar sem ég bý í noregi og þar er ekki til neitt gott musli…. þetta er bæði gott á jógúrt, Ab-mjólk og með eplum og hnetusmöri 🙂
    Takk fyrir uppskriftina.

  3. Þetta er orðin fastur liður á mínu heimili, alveg guðdómlega gott 🙂
    Ég nota að vísu annað hvort sukrin gold eða palmsykur og það er alveg jafn gott og pínu hollara 🙂
    Takk fyrir frábærar uppskriftir 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s