Einfalt og hollt lágkolvetna granóla

Lágkolvetna granóla

Upp á síðkastið hafa virku dagarnir hjá mér byrjað á ab-mjólk með heimagerðu granóla. Það er svo fljótgerður, hollur og góður morgunverður sem endist mér vel fram að hádegi. Ég kaupi nánast aldrei tilbúið granóla því mér þykir heimagert svo mikið betra og þegar ég geri það sjálf þá veit ég líka hvað er í því. Það er svo svakalega lítið mál að gera granóla að það nær engri átt. Tekur enga stund og það er svo góð tilfinning að eiga þetta í skápnum.

Lágkolvetna granólaÉg hef prófað ýmsar uppskriftir (þetta er enn í algjöru uppáhaldi) og ákvað núna síðast að prófa uppskrift sem ég sá á lágkolvetnasíðu (og ef einhver heldur núna að ég sé á lágkolvetnafæði þá er svarið nei, svo sannarlega ekki!) og hafði fengið góða umsögn. Næst mun ég auka kókosmjölið í uppskriftinni því ég hefði viljað hafa það örlítið sætara en það gæti líka verið sniðugt að bæta rúsínum í það.

Lágkolvetna granóla

Granóla (uppskrift frá 56kilo.se)

  • 2 dl hakkaðar möndlur
  • 2 dl hakkaðar heslihnetur
  • 1 dl sólblómafræ
  • 1 dl graskersfræ
  • 1 dl kókosmjöl
  • 1/3 dl hörfræ
  • 1 tsk vanilluduft (eða vanillusykur)
  • 1 msk kakó
  • 3 msk kókosolía (látið hana bráðna svo hún verði fljótandi)
  • 1 msk hunang (má sleppa)

Lágkolvetna granólaBlandið öllu saman og dreifið úr á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Bakið við 150° í um 20-30 mínútur (fylgist með undir lokin svo það brenni ekki). Hrærið nokkrum sinnum í granólanu á meðan það er í ofninum.

Lágkolvetna granóla

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s