Ómótstæðilegt guacamole

ómótstæðilegt guacamoleÉg byrjaði helgarfríið á að missa símann minn sem varð til þess að skjárinn dó, í annað sinn á rúmum mánuði. Ég heyri hann hringja og sms koma, en get ekki svarað. Glatað en samt pínu hvíld, ótrúlegt en satt. Helgin hefur fyrir vikið verið dásamlega afslappandi og góð. Ég fylgdist spennt með fimleikunum, fékk gæsahúð og hélt inn í mér andanum þegar íslensku hóparnir kepptu. Svakalega megum við vera stolt af þeim! wholefoodsguacamole4 (1 of 1)

Þegar ég var í Orlando í vor fékk ég mér guacamole úr Whole foods á hverjum degi og í gærkvöldi prófaði ég uppskriftina sem er á heimasíðunni þeirra. Ég veit ekki hvort þetta sé sama uppskrift og þeir selja í búðinni en þessi er svakalega góð. Svo góð að það er ekki hægt að hætta að borða það. Uppskriftin er stór og ég tók helminginn frá til að eiga í kvöld.

wholefoodsguacamole1 (1 of 1)

Mér þykir best að geyma guacamole inn í ísskáp í hreinum nestispoka sem ég loka þannig að það sé ekkert loft í honum. Þá helst það grænt og fallegt. Þó að eflaust sé algengast að borða guacamole með nachos eða mexíkóskum mat þá þykir mér það líka frábært í salat (t.d. kjúklingasalat og ekki skemmir fyrir að mylja nachos yfir), á hamborgarann, hrökkbrauðið eða einfaldlega á gott ristað brauð.

Ómótstæðilegt guacamole

  • 4 þroskuð avokadó
  • 1/4 bolli þunnt sneiddir kirsuberjatómatar
  • 1 msk fínhakkaður rauðlaukur
  • 1 jalapeno, fræhreinsað og fínhakkað (ég sleppti því)
  • um 1 ½ tsk grófhakkað kóriander
  • 2 hvítlauksrif, fínhökkuð
  • safi af hálfu lime
  • 1/2 tsk cumin
  • 1/2 tsk chiliduft
  • salt og pipar

Blandið öllu saman fyrir utan avokadó og látið standa í hálftíma. Stappið avokadóið gróflega með gaffli og hrærið saman við tómatahræruna. Berið fram með nachos eða því sem hugurinn girnist.

wholefoodsguacamole3 (1 of 1)

P.s. á meðan ég man, það eru amerískir dagar í Hagkaup og þegar ég fór þangað áðan sá ég að það er til nóg af marshmallowkremi. Ég fæ reglulega fyrirspurnir um hvar það fáist og núna er því um að gera að byrgja sig upp til að hægt sé að njóta þessarar dásemdar yfir jólahátíðina.

Frosin bismarkbaka með marshmellowkremi

 

2 athugasemdir á “Ómótstæðilegt guacamole

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s