Hægeldaðar kótilettur í rjómasósu

Hægeldaðar kótilettur í rjómasósuUm helgar þykir mér notalegt að hægelda mat. Að kveikja á útvarpinu og dunda mér hér heima á meðan kvöldmaturinn sér um sig sjálfur á eldavélinni eða í ofninum. Kjötið verður svoooo meyrt að það nánast dettur í sundur. Brjálæðislega gott!

Hægeldaðar kótilettur í rjómasósu

Það rifjaðist upp fyrir mér í gærkvöldi að ég á eftir að setja inn uppskrift af dásamlegum hægelduðum kótilettum sem ég eldaði tvær helgar í röð um daginn. Þegar ég var með þær í fyrsta sinn hugsaði ég með mér að þetta væri nú eitthvað fyrir mömmu. Helgina eftir eldaði ég því kótiletturnar aftur og bauð henni til okkar. Hún dásamaði þær við hvern bita og við vorum sammála um að þetta er frábær helgarmatur.

Hægeldaðar kótilettur í rjómasósu

Hægeldaðar kótilettur í rjómasósu (uppskrift fyrir 4)

 • 6 svínakótilettur
 • 1 gulrót
 • 1 gulur laukur
 • 1 lárviðarlauf
 • salt og pipar
 • vatn
 • 1 msk kálfakraftur (kalvfond)
 • 2 dl rjómi
 • 1 dl sýrður rjómi
 • 1 msk sojasósa
 • salt og pipar
 • sykur

Saltið og piprið kótiletturnar og brúnið þær á báðum hliðum á rúmgóðri pönnu. Skerið lauk í báta og gulræturnar í sneiðar og bætið á pönnuna, hellið síðan vatni svo rétt fljóti yfir. Setjið kálfakraft og lárviðarblað í og látið sjóða undir loki við vægan hita í 2-3 klukkustundir. Snúið kótilettunum gjarnan annað slagið.

Takið kjötið af pönnunni og sigtið sósusoðið. Setjið soðið aftur á pönnuna (laukurinn og gulrótin eiga ekki að vera með), hrærið rjóma og sýrðum rjóma saman við og smakkið til með sojasósu, salti og pipar. Setjið smá sykur í sósuna og leggið kótiletturnar í og látið sjóða saman í nokkrar mínútur. Berið fram með kartöflum og rifsberjahlaupi

4 athugasemdir á “Hægeldaðar kótilettur í rjómasósu

 1. Ég og mamma skelltum í þessa fyrir sunnudagsmatinn í kvöld og þetta sló rækilega í gegn! Alveg hriiikalega gott og langar sko líka að gera þetta aftur næstu helgi!

 2. Vægur hiti ? Hvað hita varstu með á ofninum 100°c ? Mjög skemmtileg síða hjá þér er búin að prófa ansi margar uppskriftir og allt gott 😉

 3. er að malla þessar núna – búin að bjóða mömmu í mat (sá hjá þér að það væri mjög góð hugmynd 😉 ) Er að æra alla með góðu lyktinni sem er komin og hér er mikil spenna eftir matnum 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s