Hnetusmjörs- og bananapönnukökur með Nutellasýrópi

Hnetusmjörs- og bananapönnukökur með Nutellasýrópi

Nú leið langur tími á milli færslna hjá mér og mig langar að þakka ykkur sem hafið sent mér línur út af því. Það hlýjar mér að þið hugsið til mín og ég skil að þið veltið því fyrir ykkur hvort ég sé hætt að blogga en svo er nú ekki. Ég tók mér bara smá frí.

Nú stóð ekki til að taka svona langt hlé frá blogginu heldur gerðist það bara ósjálfrátt. Ég komst þó að því að bloggið á eina svakalega grúppíu, Ögga! Hann hefur reynt hvað hann getur að fá mig til að setjast við tölvuna og skrifa ykkur línur og upplýsti mig reglulega um hversu margir dagar væru liðnir frá síðustu færslu. Hann var ekki að ná þessu bloggfríi og á hrós skilið fyrir alla þá hvatningu sem hann gefur mér. Hann verður því eflaust mjög glaður þegar hann lítur hingað inn núna 🙂

Hnetusmjörs- og bananapönnukökur með Nutellasýrópi

Ég hef oft skrifað um hvað mér þykir gaman að vera með góðan morgunverð um helgar. Mér þykir fátt jafnast á við að byrja daginn í eldhúsinu og setjast svo saman niður yfir löngum morgunverði. Kotasælupönnukökurnar eru orðinn fastur liður á morgunverðarborðinu okkar um helgar en um daginn prófaði ég nýjar pönnukökur, hnetusmjörs- og bananapönnukökur með Nutellasýrópi. Þær vöktu rífandi lukku og verða klárlega oftar á borðum hjá okkur. Ég mæli með að þið prófið!

Hnetusmjörs- og bananapönnukökur með Nutellasýrópi

Hnetusmjörs- og bananapönnukökur með Nutellasýrópi

Pönnukökur:

·         1 bolli hveiti

·         1 tsk matarsódi

·         ¼ tsk salt

·         3 msk sykur

·         1 ½ bolli súrmjólk

·         1 stórt egg

·         ½ tsk vanillusdropar

·         ½ bolli hnetusmjör

·         1 banani, skorinn í litla bita

Setjið hveiti, matarsóda, salt, sykur, súrmjólk, egg, vanilludropa og hnetusmjör í skál og hrærið þar til hráefnin hafa blandast vel. Bætið bananabitunum út í og hrærið þeim varlega saman við deigið.

Steikið pönnukökurnar á miðlungsheitri pönnu.

Nutella sýróp

·         ½ bolli ósaltað smjör

·         ½ bolli sykur

·         ½ bolli mjólk

·         ½ tsk matarsódi

·         ½ tsk vanilludropar

·         ¼ bolli Nutella

Setjið smjör, sykur og mjólk í pott  og hitið yfir miðlungsháum hita. Hrærið í pottinum þar til hráefnin hafa bráðnað saman. Þegar byrjar að sjóða er hitinn lækkaður og matarsóda og vanilludropum hrært saman við. Sýrópið mun bullsjóða og lyftast við þetta. Takið pottinn af hitanum og hrærið Nutella saman við þar til það hefur bráðnað. Berið sýrópið fram með pönnukökunum og ef það verður afgangur þá er kjörið að eiga hann út á ís eða til að dýfa jarðaberjum í.

7 athugasemdir á “Hnetusmjörs- og bananapönnukökur með Nutellasýrópi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s