Sloppy Tacos

Sloppy Tacos

Ég var svo lánsöm að fá þessa glæsilegu bók eftir Steingrím Sigurgeirsson senda frá Forlaginu. Bókin kom í verslanir á fimmtudaginn og ætti að vera til á hverju heimili. Hún er stútfull af fróðleik um vín og gaman að blaða í henni. Bókin mun klárlega liggja á sófaborðinu hjá okkur til að grípa í á næstunni. Kærar þakkir og hamingjuóskir til Forlagsins og Steingríms með bókina.

Sloppy Tacos

Við áttum rólega og góða helgi. Planið var að fara í útgáfuteiti MAN magasíns á föstudagskvöldinu en þegar til kastanna kom hætti ég við. Gunnar var á fimleikaæfingu, Malín á leið á skólaball og Öggi og Gunnar á leið í Hörpu á tónleika seinna um kvöldið. Það að eyða kvöldinu heima með Jakobi lokkaði meira en allt annað og við enduðum á að baka okkur pizzu og eiga notalegt föstudagskvöld saman.

Sloppy Tacos

Fyrir helgi datt nýjasta Bon Appétit inn um lúguna og ég ákvað að prófa fyrstu uppskriftina í gærkvöldi.  Valið féll á Sloppy Tacos og það er óhætt að segja að engin varð svikinn af því vali. Stórgóður réttur sem mun verða á borðum hér oftar. Ekta föstudagsmatur!

Sloppy Tacos

Sloppy Tacos

Sloppy Tacos

Sloppy Tacos (uppskrift úr Bon Appétit)

Límónu sýrður rjómi:

  • 1 bolli sýrður rjómi
  • 1 msk fínrifið límónuhýði (lime)
  • ¼ bolli ferskur límónusafi
  • 2 msk hakkað ferskt kóríander
  • 1 msk hrísgrjónaedik (rice vinegar)
  • Gróft salt

Setjið öll hráefnin í skál og hrærið þeim saman. Smakkið til með salti. Setjið  plastfilmu yfir skálina og geymið í kæli í að minnsta kosti 1 klst. eða upp í 1 sólarhring.

Fylling og samsetning:

  • 2 msk ólívuolía
  • 900 g nautahakk
  • 1 laukur, hakkaður
  • 6 hvítlauksrif, fínhökkuð
  • 1 dós heilir tómatar (400 g)
  • 1 flaska Heinz chilisósa
  • ¼ bolli Worcestersósa
  • 3 msk chiliduft (ég notaði 2 msk af sterku mexíkósku chilidufti)
  • 1 msk hvítlauksduft (ath. ekki hvítlaukssalt!)
  • 1 msk laukduft
  • 1 msk púðursykur
  • 1 msk cumin
  • 12 stökkar tacoskeljar, hitaðar
  • rifinn cheddar ostur
  • iceberg
  • ferskt salsa
  • ferskt kóriander
  • lime bátar

Hitið 1 msk af ólívuolíu á pönnu yfir miðlungsháum hita. Setjið nautahakkið á pönnuna og steikið þar til allt hakkið er steikt, um 5 mínútur. Takið af pönnunni og leggið til hliðar.

Bætið 1 msk af ólívuolíu á pönnuna og setjið lauk og hvítlauk á hana. Steikið laukana þar til þeir byrja að brúnast, um 5 mínútur. Passið að hafa ekki of mikinn hita á pönnunni.

Hitið ofn í 200°.

Bætið tómötum á pönnunna og brjótið þá í sundur. Látið sjóða við vægan hita í 8-10 mínútur, eða þar til sósan byrjar að þykkna. Bætið nautahakki, chilisósu, Worcestersósu, chilidufti, hvítlauksdufti, laukdufti, púðursykri og cumin á pönnuna og blandið öllu vel saman. Látið sjóða í 10-12 mínútur við vægan hita og hrærið reglulega í.

Setjið fyllinguna í eldfast mót (sirka 20×30 cm) og bakið i ofninum í 30-40 mínútur.

Berið fyllinguna fram í heitum tacoskeljum með rifnum cheddar osti, iceberg, salsa, kóríander, límónu sýrðum rjóma og límónubátum.

2 athugasemdir á “Sloppy Tacos

  1. Langaði bara að láta vita að ég kíki reglulega hér inn í von um nýja uppskrift og eins til að nota þær sem fyrir eru. Frábær síða hjá þér, eitt af mínum uppáhalds matarbloggum! 🙂

  2. Takk fyrir frábærar uppskriftir í gegnum tíðina.
    Var bara að spá í magnið á nautahakkinu 900 gr. Finnst það svo mikið magn á móti 12 tacoskeljum sem eru litlar. Stemmir það ekki alveg örugglega?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s