Krabbelurer

Krabbelurer

Ég hef rekist ítrekað á uppskriftir af því sem svíar kalla krabbelurer upp á síðkastið. Krabbelurer eru klattar sem mætti segja að séu á milli þess að vera pönnukökur og kleinuhringir. Deigið er steikt á pönnu upp úr smjöri og að því loknu velt upp úr sykri og borðað með þeyttum rjóma og sultu. Hljómar vel, ekki satt?

Krabbelurer

Svíarnir bera þetta óhikandi á borð sem morgunverð og sælkerinn sem ég er þá ákvað ég að gera slíkt hið sama í morgun. Við byrjuðum þó morgunverðinn á eggjahræru og Finn Crisp og að því loknu fengum við okkur krabbelurer. Æðislega gott.

Krabbelurer

Krabbelurer

  • 1 egg
  • 5 msk sykur
  • 2,5 dl hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk vanillusykur
  • 3/4 dl mjólk
  • smjör til að steikja úr
  • sykur til að velta upp úr

Hrærið egg og sykur þar til blandan er létt.  Bætið þurrefnum og mjólk saman við og hrærið deigið slétt.

Steikið á pönnu við miðlungshita upp úr vel af smjöri í um 3 mínútur á hvorri hlið (seinni hliðin gæti þurft styttri tíma). Veltið upp úr sykri. Berið fram með sultu og jafnvel þeyttum rjóma.

3 athugasemdir á “Krabbelurer

  1. omægod omægod omægod! Þetta verð ég að prófa. Geri amerísku pönnukökuvöfflurnar þínar og þær eru alltaf jafngóðar – ég bæti við smá dashi af vanilludropum 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s