Smjörsteiktur þorskur

Smjörsteiktur þorskur

Eftir að hafa vakað yfir kappræðunum í nótt og eftir þær farið í tölvuna til að lesa viðbrögðin við þeim, og þar með ekki farið að sofa fyrr en að ganga fjögur í nótt, var ekkert spes að vakna í vinnuna kl. 6.45 í morgun. Það var hins vegar brjálæðislega gott að sofna í sófanum þegar ég kom heim seinni partinn. Það sem maður leggur á sig!

Smjörsteiktur þorskur

Mánudagar eru fiskidagar, það er eldgömul saga. Í gær vakti fiskurinn þó óvenju mikla lukku þrátt fyrir að vera eldaður á eins einfaldan máta og mögulegt er. Það sem gerði hann svo æðislega góðan var að þorskurinn var kryddaður með ljúffengri kryddblöndu áður en hann var bæði steiktur upp úr smjöri og eftir að hafa verið snúið á pönnunni var smjör látið bráðna yfir hann. Útkoman var svo góð að það var barist um síðasta bitann á pönnunni.

Smjörsteiktur þorskur

  • 600-700 g þorskur
  • 6 msk smjör
  • ¼ tsk hvítlauksduft
  • ½ tsk salt
  • ¼ tsk mulinn pipar
  • ¾ tsk paprikukrydd
  • sítróna, skorin í sneiðar
  • fersk steinselja

Hrærið saman hvítlauksdufti, salti, pipar og paprikukryddi. Skerið þorskinn í passlega stóra bita (eftir smekk). Kryddið þorskinn á öllum hliðum með kryddblöndunni.

Hitið 2 msk af smjöri á pönnu yfir miðlungsháum hita (ég var með stillingu 7 af 9). Þegar smjörið hefur bráðnað er þorskinum bætt á pönnuna og steiktur í 2 mínútur. Lækkið hitan örlítið (ég lækkaði hann niður í stillingu 5), snúið þorskinum og setjið það sem eftir var af smjörinu yfir hann. Steikið þorskinn í 3-4 mínútur. Þá hefur smjörið á fiskinum bráðnað og hann orðinn fulleldaður. Passið að steikja þorskinn ekki of lengi! Kreystið sítrónusafa yfir þorskinn og berið hann strax fram.

Smjörsteiktur þorskur

 

 

3 athugasemdir á “Smjörsteiktur þorskur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s