Ofnbakað kjúklingashawarma

Ofnbakað kjúklingashawarma

Ef einhverjum vantar hugmynd að góðum kvöldverði þá er ég með frábæra tillögu, nefnilega þetta dásamlega ofnbakaða kjúklingashawarma. Ég hef varla getað hætt að hugsa um hvað þetta var gott!

Ofnbakað kjúklingashawarma

Shawarma getur kannski hljómað sem flókinn og jafnvel vesenismatur sem maður fær sér bara erlendis en þessi uppskrift er svo einföld að það hálfa væri nóg. Kjúklingurinn er einfaldlega látinn marinerast og er svo bara settur í ofninn. Á meðan er meðlætið skorið niður og áður en maður veit af er allt klárt. Ferskt og súpergott!

Ofnbakað kjúklingashawarma

Ofnbakað kjúklingashawarma

 • safi úr 2 sítrónum
 • 1/2 bolli ólífuolía
 • 5 hvítlauksrif, pressuð
 • 1 tsk gróft salt
 • 2 tsk nýmalaður svartur pipar
 • 2 tsk kumin (ath. ekki kúmen)
 • 2 tsk paprikukrydd
 • 1/2 tsk túrmerik
 • smá kanil
 • rauðar piparflögur eftir smekk
 • 900 g úrbeinuð kjúklingalæri eða -bringur
 • 1 rauðlaukur, afhýddur og skorinn í fernt
 • 2 msk hökkuð fersk steinselja

Blandið saman sítrónusafa, ólífuolíu, hvítlauk, salti, pipar, kumin, papriku, túrmerik, kanil og rauðum piparflögum í stórri skál og hrærið vel saman. Bætið kjúklingnum í skálina og látið marinerast í ísskáp í amk 1 klukkustund eða alveg upp í 12 klukkutíma.

Hitið ofninn í 200° og smyrjið bökunarplötu með smá ólífuolíu. Bætið rauðlauknum saman við marineraða kjúklinginn og blandið vel saman. Setjið kjúklinginn og rauðlaukinn á bökunarplötuna og setjið í ofninní 30-40 mínútur. Kjúklingurinn á að vera stökkur að utan og eldaður í gegn. Takið úr ofninum og látið standa í 2 mínútur áður en kjúklingurinn er skorinn í bita. Setjið kjúklinginn í skál eða á fat og stráið hakkaðri steinselju yfir. Berið fram með tómötum, gúrku, pítubrauði, káli, fetaosti, ólífum, hrísgrjónum, pítusósu… möguleikarnir eru endalausir!

2 athugasemdir á “Ofnbakað kjúklingashawarma

 1. Mig langar til þess að benda þér á að varast málvillur, það er óþægilegt sérlega því þú ert svo frábær. — Rétt: Ef einhvern vantar….. einhverjum er rangt. ef þú ert í vafa, notaðu ég,mig,mér til mín… þú segir t.d. mig langar… ekki mér langar –

  Takk fyrir allar þessar frábæru uppskriftir og skemmtilega texta.

  kkv. Gerður

  >

 2. Eldaði þetta í gær og alveg sló í gegn 🙂 Hafði með heimabakað naan brauðið, uppskrift fengin frá þér, grænmeti og svo jógúrt/hvítlauks/dill sósu….verður algerlega aftur á boðstólum á þessu heimili 🙂 Takk fyrir þetta!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s