Ég las um daginn svo skemmtilega bók sem ég má til með að benda áhugasömum á, Amy Schumer – The Girl with the Lower Back Tattoo. Ég gat ekki lagt bókina frá mér og skemmti mér konunglega yfir lestrinum. Hló oft upphátt og las upp úr henni fyrir krakkana, sem hlógu jafnvel enn meira en ég. Léttmeti eins og það gerist best!

Kærar þakkir fyrir að benda á góða og skemmtilega bók. Hef ekki lesið bók aðeins of lengi og þarf einmitt að byrja aftur á einhverju léttmeti til að komast af stað aftur. Einnig vil ég þakka fyrir vefsíðuna þína, hef nýtt mér margar gómsætar uppskriftir frá þér. Svo er gaman að fá að lesa skemmtilegar bloggfærslur með smá innliti í líf þitt með. Hef fylgt þér lengi og vil nú þakka fyrir.
Ó, hvað þú gleður mig. Takk fyrir falleg orð ❤