Bessastaðaýsa

 

Ég hef ekki verið nógu duglega að hreyfa mig upp á síðkastið en um helgina dreif ég mig í göngutúra, bæði laugardag og sunnudag, og í kvöld vakti ég líkamsræktarkortið mitt til lífs og fór í hot barre tíma. Ég vona að ég nái að halda mér við efnið fram að jólum, það er þó alls ekkert víst. Útivist lokkar alltaf meira en ræktarsalurinn og sérstaklega þessa dagana, þar sem haustlitirnir í náttúrunni eru ólýsanlega fallegir.  Það jafnast líka fátt á við brakandi ferskt haustloftið.

Ég var að skoða uppskriftabók hjá mömmu um daginn og datt niður á fiskiuppskrift sem mér leist vel á. Ég gleymdi að skrifa hana hjá mér en fann síðan svipaða uppskrift í uppskriftamöppu hjá mér sem ég ákvað að elda. Æðislegur réttur sem krakkarnir voru mjög hrifin af.

Bessastaðaýsa

  • 200 g hrísgrjón
  • 600 g fiskur (ýsa eða þorskur)
  • 2-3 msk majónes
  • 200 ml rjómi
  • 50-100 g parmesanostur (má sleppa)
  • 1-2 tsk karrý
  • 1 tsk gróft sinnep
  • 1/2 vænn blaðlaukur (skorinn í sneiðar)
  • 1 box sveppir (skornir í sneiðar)
  • 200 g ostur
  • salt og svartur pipar

Sjóðið grjón samvkæmt leiðbeiningum og setjið í eldfast mót þegar þau eru nánast soðin. Skerið fiskinn í bita, saltið og leggið fiskinn ofan á grjónin.

Sósa: Blandið rjóma, majónes, parmesanosti, karrý, sinnepi, svörtum pipar og salti í skál og hrærið vel saman.

Hellið sósunni yfir fiskinn og grjónin. Að lokum, blandið sveppum og blaðlauk saman og leggið yfir fiskinn. Toppið svo með rifnum osti, Þetta er svo bakað við 180° í 30 mínútur.

 

 

 

Ein athugasemd á “Bessastaðaýsa

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s