Eðlupizza

Það er pizza á matseðli Pizzunnar sem strákarnir mínir eru vitlausir í. Pizzan heitir Eðlupizza og minnir á hina sívinsælu eðlu, þ.e. rjómaostur, salsasósa og ostur. Það er svo einfalt að gera pizzuna og nú höfum við ítrekað gert hana hér heima um helgar við miklar vinsældir.

Nú vil ég ekki draga úr sölu pizzunnar hjá Pizzunni með því að setja uppskriftina hingað inn en þeir birtu sjálfir myndband af því hvernig þeir gera hana og síðan eru ekki allir með aðgang að þeim ágæta pizzastað og þá er gott að geta reddað sér heima við. Hjá pizzunni setja þeir salsasósu, ost, pepperóní, rjómaost, svart Doritos og meiri ost yfir botninn áður en hún fer inn í ofn. Mjög gott! Ég hef þó aðeins breytt þessu og geri svona…

Eðlupizza

  • pizzabotn (annað hvort keyptur tilbúinn eða bakaður heima, hér er mín uppáhalds uppskrift)
  • rjómaostur (ég er hrifin af Philadelphia rjómaostinum)
  • salsasósa
  • pepperóní
  • rifinn ostur
  • nachos (við notum alltaf svart Doritos)
  • sýrður rjómi til að setja yfir pizzuna

Fletjið pizzabotninn út og smyrjið hann með rjómaosti. Setjið salsasósu og rifinn ost yfir. Setjið þá pepperóni yfir ostinn, grófmyljið Doritos yfir og setjið að lokum smá rifinn ost yfir allt. Bakið í funheitum ofni þar til osturinn er bráðnaður. Setjið doppur af sýrðum rjóma yfir og berið strax fram, jafnvel með smá auka Doritos til að mylja yfir.

5 athugasemdir á “Eðlupizza

  1. Þessivar gerð seinasta föstud og Þvílík pizza alveg geggjuð, var fljót að hverfa ofan í strákana mína 😋😋😋😋😋😋

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s