Djúpsteikt Oreo með súkkulaðisósu og ís

Ég var með svo æðislegan eftirrétt um daginn sem ég má til með að stinga upp á sem eftirrétti fyrir kvöldið. Heitt djúpsteikt oreokex með vanilluís og volgri súkkulaðisósu er gjörsamlega galið gott kombó. Djúpsteikt kexið minnir einna helst á blöndu af súkkulaðiköku og nýsteiktum kleinuhringjum, stökkt að utan og mjúkt að innan.

Þetta verðið þið að prófa, svo brjálæðislega gott að það nær engri átt!

Djúpsteikt Oreokex

  • 2 ¼ dl mjólk
  • 1 egg
  • 2 tsk bragðdauf olía (ekki ólívuolía)
  • 2 ¼ dl ameríkanskt pönnukökumix (keypt tilbúið í matvörubúðum)
  • 1 Oreo kexpakki
  • olía til að djúpsteikja í
  • flórsykur
  • vanilluís
  • súkkulaðisósa

Blandið saman mjólk, eggi og olíu í skál og hrærið síðan pönnukökumixinu saman við. Látið deigið standa í nokkrar mínútur. Hitið djúpsteikingarpott (eða olíu í potti) í 180°. Dýfið Oreo kexinu vel ofan í deigið og djúpsteikið nokkrar í einu í um 2-3 mínútur, eða þar til þær hafa fengið fallegan lit og orðnar stökkar að utan. Látið renna af þeim á eldhúspappír og berið síðan strax fram með ís, súkkulaðisósu og sigtið smá flórsykur yfir.

Súkkulaðisósa

  • 1 dl sykur
  • 1 dl kakó
  • 1 dl rjómi
  • 30 g smjör

Setjið allt í pott og látið suðuna koma varlega upp. Látið sjóða við lágan hita í 5 mínútur og hrærið reglulega í pottinum. Leyfið sósuni að kólna aðeins og berið hana fram volga.

 

Ein athugasemd á “Djúpsteikt Oreo með súkkulaðisósu og ís

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s