Það er nú ekki hægt að kvarta undan veðrinu þessa helgina. Við náðum bæði að bera á pallinn og slá grasið svo nú má sumarið koma. Í dag hef ég ekki gert neitt af viti og aldrei almennilega farið á fætur. Stundum er það bara svo ljúft! Ég gerði bara lítil vikuinnkaup í gær því ég ætla að elda úr því sem er til í ísskápnum og frystinum þessa vikuna. Hér kemur þó tillaga að vikumatseðli og ég má til með að mæla sérstaklega með kjúklingnum í ostrusósunni. Hann er betri en á veitingahúsum, ég lofa!
Mánudagur: Fiskur í ljúffengri sósu
Þriðjudagur: Brokkólí- og sveppabaka
Miðvikudagur: Nautahakks- og makkarónupanna
Fimmtudagur: Kjúklingur í ostrusósu
Föstudagur: Eðlupizza
Með helgarkaffinu: Sænskir vanillusnúðar