Fölsk moussaka

Moussaka hefur aldrei heillað mig sérstaklega þar sem ég er ekki nógu hrifin af eggaldin, sem er eitt af grunnhráefnunum í hefðbundnu moussaka. Mér þykir það vera svo óspennandi grænmeti að ég kaupi það aldrei. Eflaust bara eitthvað rugl í mér. Hakkréttir eru þó vinsælir á þessu heimili og þegar ég rakst á þessa moussakauppskrift hjá Matplatsen sem er án eggaldins varð ég því spennt að prófa hana.

Rétturinn sló í gegn hér heima og ég var fegin að hafa gert hvítlauksbrauð með því það var borðað svo vel. Ég hafði hugsað mér að bera réttinn fram með salati en gleymdi að kaupa kál. Hvítlauksbrauðið fékk því að duga sem meðlæti og ég held að engin hafi saknað salatsins nema ég.

Fölsk moussaka (uppskrift fyrir ca 5)

Kjötsósa:

  • 500 g nautahakk
  • 400 g hakkaðir tómatar í dós
  • 2 dl vatn
  • 2 nautakraftsteningar
  • 1 msk sojasósa
  • 1 tsk oregano
  • 1/2 msk sykur
  • salt og pipar

Bechamel:

  • 25 g smjör
  • 3/4 dl hveiti
  • 4 dl rjómi
  • 1 dl mjólk
  • 2 dl fínrifinn parmesan
  • salt og pipar

Á milli:

  • 8 kartöflur

Steikið nautahakkið og bætið tómötum, krafti, sojasósu og kryddum saman við. Látið sjóða við vægan hita eins lengi og tími gefst (gjarnan 1-2 klst.).

Bræðið smjörið í bechamelsósuna og hrærið hveiti saman við. Hrærið rjóma og mjólk smátt og smátt saman við smjörbolluna og hrærið allan tímann í þannig að blandan verði mjúk og kekkjalaus. Látið sjóða í 2-3 mínútur og takið svo af hitanum. Hrærið rifnum parmesan út í og látið bráðna. Smakkið til með salti og vel af svörtum pipar.

Afhýðið kartöflurnar og skerið í þunnar sneiðar.

Byrjið á að setja smá bechamel í botninn á eldföstu móti og setjið kjötsósu yfir. Leggið eitt lag af kartöflum yfir og haldið svo áfram að setja til skiptis bechamel, kjötsósu og kartöflur í formið. Endið með bechamelsósu efst. Bakið við 175° í um 1 klst. Ef rétturinn er farinn að dekkjast mikið er ágætt að setja álpappír yfir formið. Látið standa í smá stund (til að láta mesta hitann rjúka úr) áður en rétturinn er borinn fram.

2 athugasemdir á “Fölsk moussaka

  1. Gerði þessa moussaka í kvöld og vá hvað hún kom á óvart, Mjög góð. Takk fyrir þessa uppskrift og allar hinar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s