Ofnbökuð svínalund með sinnepssveppasósu

Ofnbökuð svínalund með sinnepssveppasósuVið ákváðum að draga aftur í gang það stórskemmtilega verkefni að láta krakkana skiptast á að sjá um þriðjudagsmatinn. Mér þykir svo gaman að sjá hvað þau velja að hafa í matinn en því verður ekki neitað að metnaðurinn er mismikill hjá þeim. Á meðan sumir eru að gæla við að elda jólaskinku eru aðrir að velta því fyrir sér að sjóða fisk. Eitt er þó víst að þau hafa mjög gott og gaman af þessu. Jakob reið fyrstur á vaðið og bauð upp á kjöt í káli, með soðnum nýjum kartöflum, gulrótum og bræddu smjöri. Þvílík veisla! Við borðuðum á okkur gat.
Ofnbökuð svínalund með sinnepssveppasósu

Það kemur þó engin uppskrift frá veislumatnum hans Jakobs hingað á bloggið (enda svo sem enga uppskrift sem þarf við að sjóða kjöt í káli, það er bara öllu húrrað í pott og soðið!) heldur langaði mig að setja inn uppskrift af sunnudagsmatnum okkar, heilsteiktri svínalund með sinnepssveppasósu sem okkur þótt svo æðislega gott. Kannski hugmynd fyrir helgina?

Ofnbökuð svínalund með sinnepssveppasósu

Ofnbökuð svínalund með sinnepssvepasósu

  • 600 g svínalund
  • salt og pipar
  • smjör
  • 150 g sveppir
  • 1 skarlottulaukur
  • 1 msk hveiti
  • 1 dl kjötkraftur af steikarpönnunni
  • 1 dl rjómi
  • 1 dl mjólk
  • 1 msk kálfakraftur (fæst fljótandi í glerflöskum, stendur kalvfond á)
  • 1 msk dijon sinnep
  • skvetta af sojasósu
  • smá sykur

Hreinsið kjötið og kryddið með salti og pipar. Bræðið smjör á pönnu og brúnið hliðarnar á kjötinu. Takið kjötið af pönnunni og setjið í eldfast mót. Hellið 1 dl af vatni á pönnuna og sjóðið kraftinn upp (hann verður notaður í sósuna). Setjið kjötið í 175° heitan ofn í um 20 mínútur, eða þar til kjötmælir sýnir 67°. Látið kjötið standa í 10 mínútur áður en það er skorið.

Skerið sveppina í fernt og hakkið laukinn. Bræðið smjör í potti við miðlungsháan hita og steikið laukinn og sveppina þar til laukurinn er mjúkur. Stráið hveiti yfir og hrærið vel. Hrærið steikarkraftinum saman við og síðan rjóma, mjólk og kálfakrafti. Látið sjóða saman í 5 mínútur. Smakkið til með sykri, dijon sinnepi, salti, pipar og smá sojasósu.

 

Ein athugasemd á “Ofnbökuð svínalund með sinnepssveppasósu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s