Rjómasoðið hvítkál með parmesan

Það átti nú ekki að líða svona langt milli færslna en lífið er stundum ófyrirsjáanlegt. Veikindi og spítalavist settu strik í plönin hjá okkur og þurfti því að breyta öllum ferðaplönum. Ég hef því verið ein að þvælast hér um á Balí og er núna stödd í Seminyak í góðu yfirlæti á Double-Six hótelinu, þar sem ég bý í 80 fm herbergi með minn eigin butler sem sér meira að segja um að taka upp úr töskunum fyrir mig. Lúxus!

Seminyak er öðruvísi en ég átti von á. Hér er umferðin gjörsamlega galin og það getur tekið hátt í 90 mínútur að fara með leigubíl þá 8 km sem eru frá hótelinu yfir á spítalann. Ég mun aldrei aftur kvarta undan föstudagsumferðinni heima! Flestir ferðast um á vespum og rafmagnsstaurarnir eru vel nýttir.

Það er afslappandi að rölta eftir ströndinni hérna en ég mun þó seint eyða dögunum í sólbaði þar. Í Nusa Dua var ströndin gjörólík ströndinni hér. Þar var meiri ró og þá lagðist ég gjarnan þar með bókina mína snemma í morgunsárið eða undir lok dags og fylgdist með deginum byrja eða sólinni setjast.

Það er ítalskur veitingastaður hér á hótelinu sem ég er búin að borða á undanfarin kvöld. Ég er búin að fá mig fullsadda af pastaréttum og mun eflaust ekki elda pasta heima í bráð. Hakk og spaghetti er eflaust vinsæll hversdagsréttur á fleiri heimilum en mínu (og ef þið hafið ekki prufað þessa uppskrift þá mæli ég með því!) en fyrir þá sem vilja breyta til og jafnvel hvíla sig á pastanu þá er rjómasoðið hvítkál með parmesan æðislega gott með kjötsósunni. Bragðmeira en spaghetti og skemmtileg tilbreyting!

Rjómasoðið hvítkál með parmesan (uppskriftin er fyrir ca 4)

  • 1 lítill hvítkálshaus
  • 3 dl rjómi
  • 1 dl parmesan
  • salt og pipar

Mýkið hvítkálið í smjöri á pönnu. Hellið rjóma og parmesanosti yfir og látið sjóða saman við vægan hita þar til blandan hefur þykknað og hvítkálið er orðið mjúkt. Smakkið til með salti og pipar.

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s