Ég, mamma og Malín skelltum okkur til London yfir helgina og eyddum þar langri helgi saman með bróður mínum sem flutti þangað í vor. Ferðin var æðisleg, veðrið gott og yndislegt að fá smá frí saman.
Við flugum til London snemma á fimmtudagsmorgninum og ég var svo þreytt að það náði engri átt. Mamma var þó fersk og til í fjörið sem var framundan.
Eyþór bróðir vinnur í Seðlabankanum og við fengum að heimasækja hann og skoða bankann. Skoðunarferðin endaði á hádegismat í mötuneyti bankans (frábært úrval og góður matur) og rúnt um fjármálahverfið, með viðkomu á helstu börum á svæðinu sem voru allir þéttsetnir. Svo gaman að sjá! Það voru strangar reglur varðandi heimsókn okkar í bankann og bannað að taka myndir þar. Þessi mynd var tekin af okkur mæðgunum á einum af börunum við bankann.
Við gengum hátt í 15 km á dag, kíktum í búðir og fengum okkur hressingu inn á milli. Við vorum dauðar þegar við komum upp á hótel á kvöldin og ég var svo fegin að hafa tekið mér frídag í gær og geta sofið út.
Það sem þessar tvær eru mér dýrmætar! Yndislegir dagar að baki sem gáfu ómetanlega inneign í minningabankann.
En yndislegt! Njótið tímans saman ❤