Pizza með fíkjusultu, hráskinku, ruccola og parmesan

Það styttist í helgina og eflaust einhverjir farnir að huga að helgarmatnum. Pizzur eru fastur liður á föstudagskvöldum hjá mörgum og hér heima tökum við tarnir í pizzubakstri. Þá höfum við pizzu um hverja helgi og prófum nýtt álegg sem oftast. Þessa samsetningu sá ég hjá The Pioneer Woman og okkur fannst hún meiriháttar góð – eins og allt sem kemur frá henni!

 

Pizza með fíkjusultu, hráskinku, ruccola og parmesan

  • pizzabotn (keyptur eða heimabakaður, uppskrift hér)
  • 1/2 bolli fíkjusulta
  • maldonsalt
  • um 350 g ferskur mozzarella, skorinn í þunnar sneiðar
  • um 225 g hráskinka
  • um 350 g ruccola
  • parmesan

Hitið ofn í 250° og setjið ofnplötu í neðstu grind.

Fletjið pizzadegið út og smyrjið fíkjusultunni yfir. Stráið smá maldonsalti yfir sultuna. Leggið mozzarellasneiðar yfir og bakið pizzuna í 12-15 mínútur, eða þar til botninn er orðinn stökkur og osturinn bráðnaður. Setjið hráskinkuna strax yfir heita pizzuna og leggið síðan vel af ruccola yfir hráskinkuna. Endið á að strá parmesanosti yfir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s