New York!

 

Ég var búin að lofa færslu um New York ferðina okkar og ætla að standa við það. Mér þykir sjálfri svo skemmtilegt að eiga smá dagbók hér á blogginu yfir ferðalögin okkar og vil því gjarnan skrifa smá færslur um þau. New York heillaði mig upp úr skónum! Það sem við höfðum það gaman!! Veðrið lék við okkur og borgin sýndi sínar bestu hliðar. Mig langaði mest til að framlengja…

SSSskutlurnar! Ég kynntist þessum tveim í gegnum fótboltann hjá Gunnari síðasta sumar, en synir okkar æfa allir með 3. flokki hjá Breiðablik. Við skemmtum okkur svo vel á leikjunum hjá strákunum að við ákváðum að halda smá uppskeruhátíð eftir sumarið. Síðan þá höfum við verið óaðskiljanlegar! Heitum Svava, Sunna og Sigrún og skiptumst á að skutla strákunum á æfingar (búum allar í göngufæri)… aka SSSskutlurnar! Skemmtilegustu skutlur í heimi!!

Í New York kynntumst við síðan megaskutlu, Julie Bowen sem leikur Claire Dunphy í Modern Family.

 

Eftir að hafa rölt um Central Park og legið í sólinni fórum við á The Met. Við skoðuðum þó nánast ekkert af safninu heldur borguðum okkur inn til að taka lyftuna rakleiðis upp á rooftop barinn, þar sem við fengum okkur drykki í sólinni og nutum útsýnisins yfir garðinn. Síðan tókum við eina klósett-selfie á safninu á leiðinni út…

Við byrjuðum einn daginn á Drybar í hárdekri á meðan mennirnir sváfu út. Meganæs!

Við vorum búin að bóka veitingastaði bæði fyrir hádegin og kvöldin. Ég hef þó aldrei verið jafn ódugleg að mynda eins og í þessari ferð. Hér erum við á Balthazar

Hádegisverður á The Wayfarer. Góður matur og frábær félagsskapur… líka á borðunum í kringum okkur en á einu þeirra sat Whoopi Goldberg!

Við borðuðum á Keens Steakhouse fyrsta kvöldið. Þar fengum við æðislegan mat en einhverja hluta vegna voru pípurnar í loftinu það eina sem festist á mynd það kvöldið.

Zuma var matarupplifun sem við munum seint gleyma. Við pöntuðum óvissuferð sem við héldum á tímabili að myndi engan enda taka. Við töldum 15 rétti (og vorum örugglega að gleyma einhverjum) og bróðurparturinn af þeim samanstóð af hráum fiskum. Eftir það fengum við 7 eftirrétti, en þá voru allir fyrir lifandis löngu búnir að fá nóg…

Við duttum fyrir tilviljun inn á Eataly eftir að hafa skoðað Ground Zero og vorum svo heppin að fá hornborðið með útsýni.

Sézane er dásamlega falleg búð, bæði að utan og innan. Ég stillti mér auðvitað upp og lét taka mynd.

Hæ sjálfur!

Ground Zero. Mychal F. Judge var prestur hjá slökkviliðinu í New York og sá fyrsti sem lést í árásinni. Við vorum þarna á afmælisdeginum hans og því rós við nafnið.

Trump Tower í baksýn. Fólk gekk framhjá með fokkmerki…

Flatiron building í öllu sínu veldi. Svo mögnuð!

The High Line í sól og blíðu.




Hótelið okkar var með æðislegum rooftop sem við fórum fyrst á síðasta kvöldið. Takið eftir sjónvarpsstofunni á þakinu á húsinu á móti.

Glaðar vinkonur í langþráðu og kærkomnu fríi frá skutli og öðru hversdagsamstri. Þetta verður sko endurtekið!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s