Bananarúlluterta

Ég ætlaði að setja vikumatseðil inn um helgina en komst aldrei í það þar sem helgin var gjörsamlega á yfirsnúningi. Þrjár stúdentsveislur, kosningar (með tilheyrandi kosningavöku fram eftir nóttu), saumaklúbbur, skutl á fótboltaæfingu og annað hversdagsamstur gerði það að verkum að ég náði aldrei að setjast almennilega niður við tölvuna. Ég er þó síður en svo að kvarta enda alveg frábær helgi að baki.

Ég bakaði um daginn bananarúllurtertu eftir uppskrift sem ég sá hjá Salt eldhúsi. Ég furða mig á því hvað ég baka sjaldan rúllutertur því þær eru svo fljótgerðar og krökkunum mínum þykja þær svo góðar. Þessi er sérlega góð, enda bæði með súkkulaði og banana, sem er skotheld blanda. Ég mæli með að prófa!

Bananarúlluterta – uppskrift fyrir 8

4 egg
160 g sykur
65 g kartöflumjöl
2 tsk. lyftiduft
3 msk. kakó

4 bananar
4 dl rjómi

20 g súkkulaði, saxað eða rifið gróft

sítrónusafi til að kreista yfir bananana
Hitið ofninn í 250°C, 220 á blástur. Þeytið egg og sykur mjög vel saman eða þar til það er létt og loftmikið. Blandið kartöflumjöli, lyftidufti og kakó saman og sigtið út í eggjamassann, blandið varlega saman með sleikju. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu, smyrjið pappírinn með matarolíu. Hellið deiginu í formið og bakið kökuna í miðjum ofni í 4 -5 mín. Setjið örk af bökunarpappír á borðið, stráið svolitlum sykri á hann. Hvolfið kökunni á pappírinn, látið kólna smástund og flettið pappírnum síðan varlega af. Ef það reynist erfitt að ná pappírnum af er ráð að setja rakt viskustykki ofan á smástund og fletta kökkunni af pappírnum með hníf. Látið kökuna kólna.
Þeytið rjómann, takið smávegis frá til að skreyta með. Stappið 3 banana og blandið saman við rjómann sem fer í fyllinguna. Smyrjið bananarjómanum á kökuna og rúllið henni upp. Sprautið eða setjið rjóma ofan á rúlluna með skeið og skreytið með banananasneiðum. Kreistið sítrónusafa yfir bananana svo þeir verði ekki brúnir. Stráið súkkulaði ofan á.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s