Hindberjatrufflur

Á laugardagskvöldinu buðum við foreldrum sem við höfum kynnst í gegnum fótboltann hjá Gunnari hingað heim. Við höfum staðið saman á hliðarlínunni á nánast öllum leikjum liðsins í sumar og áttum svo sannarlega skilið smá uppskeruhátið. Þetta er frábær hópur sem gerir fótboltalífið enn skemmtilegra og var æðislega gaman að hitta loksins utan vallarins.

Í fordrykk buðum við upp á kampavín, jarðaber og franskar makkarónur.

Síðan vorum við með ostabakka og plokk, en ég held að minn helsti veikleiki matarlega séð séu ostar. Ég fæ ekki nóg af þeim. Ég hef lengi verið á höttunum eftir stóru bretti fyrir osta og plokkmat og datt svo niður á þetta í Ikea á 2.500 krónur. Það rúmar mikið án þess að vera of breytt á borðið. Fullkomin stærð!

Ég gleymdi að mynda borðið þegar allt var komið á það en fyrir utan ostana vorum við með pekanhjúpuðu ostakúluna, tómatcrostini með þeyttum fetaosti, fræhrökkbrauð, beikonvafðar döðlur og tortillavefjur. Síðan prófaði ég að gera truffluhindber sem ég sá á sænsku bloggi en koma upphaflega frá Allt om mat.

Hindberjatrufflur (uppskrift frá Allt om Mat)

  • 250 g fersk hindber
  • 1 msk sykur
  • 100 g dökkt súkkulaði (ég var með 56% súkkulaðið frá Nóa Siríus)
  • 1/2 dl rjómi
  • 1/2 msk smjör

Blandið um 1/2 dl af hindberjum með sykri og hrærið þar til sykurinn er uppleystur. Látið blönduna renna í gegnum sigti og hendið kjörnunum sem verða eftir í sigtinu.

Hakkið súkkulaðið. Hitið rjómann að suðu og takið pottinn af hitanum. Hrærið súkkulaði, smjöri og kjarnalausu hindberja/sykurblöndunni í rjómann þar til blandan er orðin slétt. Látið blönduna aðeins kólna í ísskáp. Sprautið trufflunni í hindberin og látið standa í ísskáp þar til þau eru borin fram (ekki geyma þau of lengi þar sem þau geta þá orðið aðeins blaut).

 

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Ein athugasemd á “Hindberjatrufflur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s