Dutch Baby

Gunnar tók sig til eftir leik um daginn og bjó til Dutch Baby. Hann hefur eflaust verið svangur og legið lífið á að koma matnum á borðið því ég sé að hann er enn í keppnistreyjunni við baksturinn. Þetta vakti slíka lukku að það var barist um síðustu bitana. Megahittari!!

Dutch Baby – uppskrift fyrir 2-3

  • 3 stór egg
  • 2/3 bolli nýmjólk
  • 2 msk sykur
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk vanilludropar
  • 1/2 bolli hveiti
  • 1 msk smjör
  • Tillögur að meðlæti: flórsykur, hlynsýróp, fersk ber, Nutella, sítrónusafi eða smjör.

Hitið 25 cm steypujárnspönnu (eða eldfast mót) miðjan ofn og hitið í 230°.

Setjið eggin í rúmgóða skál og hrærið þar til þau eru létt og ljós, um 2 mínútur. Bætið mjólk, sykri, salti og vanilludropum saman við og hrærið saman. Sigtið hveiti út í blönduna og hrærið þar til hefur blandast saman (passið að hræra ekki of lengi). Látið deigið standa í 5-10 mínútur.

Takið pönnuna varlega úr ofninum, setjið smjörið í hana og látið bráðna. Hallið pönnunni til hliðanna svo smjörið dreifist um hana. Hellið deiginu í heita pönnuna og setjið hana aftur í ofninn (passið að loka ofninum snögglega svo að ofninn missi sem minnstan hita við þetta). Bakið í 15 mínútur eða þar til hliðarnar hafa blásið upp og pönnukakan er orðin fallega gyllt á litinn. Takið úr ofninum, stráið smá flórsykri yfir og berið strax fram.

2 athugasemdir á “Dutch Baby

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s