Pekanhjúpuð ostakúla

Pekanhjúpuð ostakúla

Strákarnir fermast um miðjan mars og við erum aðeins byrjuð að velta fyrir okkur veitingunum í veislunni. Þeir vilja hafa kökur og brauðtertur og þannig fær það að vera. Við erum þó svo mikið fyrir osta að mér datt í hug að gera pekanhjúpaða ostakúlu sem ég bauð upp á um áramótin og hreinlega lifði á daginn eftir. Hún var svo brjálæðislega góð! Og þegar ég fékk þá frábæru hugmynd að hafa hana í fermingunni þá áttaði ég mig á því að ég á enn eftir að setja uppskriftina hingað inn. Svo hér kemur hún, ég lofa að þið eigið eftir að vera ánægð með hana!

Pekanhjúpuð ostakúla

Pekanhjúpuð ostakúla

  • 500 g philadelphia rjómaostur (við stofuhita)
  • 250 g maukaður ananas í dós (crushed)
  • 1/2 bolli græn paprika, hökkuð fínt
  • 2 msk vorlaukur, hakkaður
  • 1/3 bolli pekanhnetur, hakkaðar
  • 1 tsk Lawry´s seasoned salt
  • 3/4 bolli pekanhnetur, hakkaðar

Blandið saman mjúkum rjómaosti, maukuðum og afrunnum ananas, papriku, vorlauki, 1/3 bolla af hökkuðum pekanhnetum og salti. Notið sleif og mótið ostablönduna í skálinni. Setjið filmu á borð og dreifið 3/4 bolla af hökkuðum pekanhnetum yfir. Setjið ostakúluna yfir og veltið upp úr hnetunum þannig þær hjúpi kúluna. Pakkið pekanhjúpaðri kúlunni inn í plastfilmuna og geymið í ísskáp þar til hún er borin fram. Berið fram með kexi.

11 athugasemdir á “Pekanhjúpuð ostakúla

  1. Takk fyrir þetta frábæra blogg, skoða það alltaf á sunnudögum og vel úr uppskriftir fyrir vikuna.
    Ég er einmitt að fara að ferma soninn í apríl og þætti gaman að sjá hvaða tertur þið ætlið að bjóða uppá í ykkar veislu.
    Bestu kveðjur, Thelma

    1. Við erum ekki búin að ákveða veitingarnar en strákarnir hafa óskað eftir að hafa After eight kökuna, uppskriftin er hér: https://ljufmeti.com/2013/04/28/after-eight-kaka/
      Ég hugsa að við verðum með brauðtertur, ostabakka og síðan eru ýmsar hugmyndir í gangi, eins og að gera Snickersbita (uppskriftin er hér: https://ljufmeti.com/2015/09/02/aedislegir-snickersbitar/ ). Skal setja inn meira þegar þetta hefur verið ákveðið 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s