After Eight kaka

After Eight kaka

Ég á dásamlega uppskriftamöppu sem ég útbjó á Svíþjóðarárunum okkar. Á þeim tíma notaði ég netið nánast til þess eins að skoða uppskriftasíður og í hvert sinn sem ég datt niður á spennandi uppskrift þá setti ég hana í word-skjal. Það var ekkert skipulag á þessu hjá mér og uppskriftirnar voru ekki flokkaðar eftir einu né neinu. Ég setti bara alltaf nýjustu uppskriftina neðst og lét þar við sitja. Það er kannski það sem gerir möppuna svona sjarmerandi í mínum augum. Dag einn prentaði ég word-skjalið út, setti í möppu og var þar með komin með eina af mínum bestu uppskriftabókum.

After Eight kaka

Ég hef gert margar uppskriftir úr uppskriftamöppunni en þessi uppskrift er uppáhalds. Ég hef ofnotað hana í mörg ár og veit alltaf að hún á eftir að vekja lukku þegar ég ber hana fram. Ég hef gefið mörgum uppskriftina og verið beðin um að baka hana við ýmis tilefni og furða mig því á að hún hafi ekki ratað hingað á bloggið fyrr. Það var kannski alveg í stíl við það að ég gleymdi að mynda kökuna eftir að hún var skorin og get því ekki boðið upp á mynd þar sem sést inn í kökuna. Þið verðið bara að trúa mér þegar ég segi að hún er mjúk, örlítið blaut og fullkomlega dásamleg.

After Eight kaka

 • 250 g suðusúkkulaði
 • 175 g smjör
 • 2 tsk nescafé (instant kaffiduft)
 • 2 dl sykur
 • 4 egg
 • 1 ½ tsk vanillusykur
 • ½ tsk lyftiduft
 • ½ dl hveiti

Glassúr

 • 25 g smjör
 • 3/4 dl rjómi
 • 200 g After Eight

Hitið ofninn í 175° og smyrjið 24 cm form.

Brjótið súkkulaðið í minni bita og setjið í pott ásamt smjörinu. Bræðið við vægan hita og hrærið reglulega í á meðan. Takið pottinn af hitanum og látið blönduna kólna aðeins.

Myljið kaffiduftið þannig að það verði fínmalað (ég nota mortél til verksins). Hrærið sykri, eggjum og kaffidufti í súkkulaðiblönduna og hrærið þar til deigið er slétt. Blandið vanillusykri, lyftidufti og hveiti saman og sigtið ofan í súkkulaðideigið. Hrærið þar til deigið er slétt.

Setjið deigið í formið og bakið í neðri hluta ofnsins í 55-60 mínútur.

Glassúr: Setjið smjör og rjóma í pott og hitið að suðu. Takið af hitanum og setjið After Eight plöturnar í pottinn. Hrærið þar til blandan er slétt.

Takið kökuna úr forminu og breiðið glassúrinn yfir. Berið kökuna fram með rjóma og jarðaberjum.

12 athugasemdir á “After Eight kaka

 1. Ó mæ god..
  Ertu í alvöru að baka og elda allar þessar kræsingar? Ég er nú ekki í kjörþyngd ( hvað sem það er nú)en ef ég myndi elda og borða allt sem þú stingur upp á hér á blogginu þá myndi ég enda á Reykjalundi…

  1. Hahaha… en skemmtilegt komment! Já, ég elda og baka allt sem fer inn á bloggið og nýt þess að borða það 🙂 Ég er þó ekki ein um bitana og yfirleitt náum við hjónin rétt að fá okkur kökusneið áður en þær hverfa ofan í krakkana og vini þeirra 🙂

 2. Þessi virkar mjög spennandi! Stefni á að prófa hana um helgina 🙂 En ég var að velta fyrir mér, seturðu glassúrinn á meðan kakan er volg úr ofninum eða á hún að kólna alveg fyrst? Takk takk 🙂

  1. Ég set glassúrinn á þegar kakan er volg. Læt hana standa í smá stund eftir að hún kemur úr ofninum og set svo glassúrinn yfir.
   Ég vona að þú verðir jafn hrifin af kökunni og ég 🙂

 3. sæl
  langaði að spyrja þig um eitt – þegar þú bakar (t.d. þessa girnilegu köku) , notar þú þá blástur á ofninum eða ertu alltaf bara með undir og yfir hitann?
  takk fyrir frábæra síðu 🙂
  kv. Stella Ingibjörg

 4. Æðisleg síða hjá þér 🙂 ég nýt þess að glugga hingað inn og prófa ýmsar uppskriftir 🙂

  En ég einmitt væri til í að vita þetta með blástur á ofninum eða undir og yfir hita eins og Stella Ingibjörg var að spyrja hér fyrir ofan 🙂

  kveðja
  Norma Dís : )

 5. Er búin að baka þessa dásemdarköku nokkrum sinnum en gerði hana í fyrsta sinn í gær með Pipp súkkulaði í staðinn fyrir After Eight og það var ekki síðra…algert æði:-))

 6. Hæ Svava! Var að prófa þessa núna í kaffinu og hún er alveg himnesk. Ég notaði reyndar pipp súkkulaði en hún er örugglega alveg jafn góð með After Eight. Bestu þakkir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s