Uppáhalds kartöflugratínið

Uppáhalds kartöflugratíniðÉg eyddi langri helgi í bústað við Hreðavatn í dásemdar veðri og kom gjörsamlega endurnærð heim. Við gerðum lítið annað en að fara í göngur, slappa af í pottinum og borða. Ostar, rauðvín, hráskinka, pekanhjúpuð ostakúla (eru þið ekki örugglega búin að prófa hana? Ég býð upp á hana við hvert tækifæri sem gefst!), kaffiformkaka með súkkulaði, brauðið góða (gömul uppáhaldsuppskrift), heilgrillað lambalæri, bernaise sósa og alveg hreint æðislega gott kaftöflugratín var meðal þess sem stóð á borðum hjá okkur yfir helgina. Uppskriftin af kartöflugratíninu er sú sem ég nota orðið í hvert einasta skipti sem ég geri kartöflugratín og vekur alltaf lukku.

Uppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratínið

Kartöflugratín (Uppskrift úr The Pioneer Woman Cooks, Food From my Frontier)

  • ca 1 kg kartöflur
  • 2 msk mjúkt smjör
  • 1/4 bolli nýmjólk
  • 1 ½ bolli rjómi
  • 2 msk hveiti
  • 3 hvítlauksrif
  • 1 tsk salt
  • pipar úr kvörn
  • 1 bolli rifinn cheddar ostur
  • 2 vorlaukar, bara hvíti og ljósgræni hlutinn

Hitið ofninn í 200° og smyrjið eldfast mót með smjöri. Skerið kartöflurnar í teninga og setjið í smurt eldfasta mótið.  Blandið saman mjólk og rjóma í skál og bætið hveiti, pressuðum hvítlauk, salti og pipar saman við. Hrærið vel saman þar til blandan er kekkjalaus. Hellið rjómablöndunni yfir kartöflurnar og setjið álpappír yfir. Bakið í 30 mínútur, takið þá álpappírinn yfir og bakið áfram í 20 mínútur til viðbótar. Undir lokin er rifinn cheddarostur settur yfir og látinn bráðna síðustu mínúturnar í ofninum. Stráið þunnt skornum vorlauk yfir og berið fram heitt.

Uppáhalds kartöflugratínið

6 athugasemdir á “Uppáhalds kartöflugratínið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s