Marmarakaka með súkkulaði og sítrónu

Marmarakaka með súkkulaði og sítrónu

Það er ekki óalgeng sjón hér á heimilinu að það standi kaka á eldhúsborðinu. Á virkum dögum passa ég upp á að láta skál með ávöxtum standa frammi og hef ísskápinn fullan af skyri og ab-mjólk sem strákarnir geti gripið í milli skóla og æfinga, en um helgar þykir mér notalegt að hafa köku á borðinu.

Marmarakaka með súkkulaði og sítrónu

Ef einhverjum vantar hugmynd að helgarbakstri þá mæli ég með þessari marmaraköku. Hún er frábrugðin hefðbundnum marmarakökum að því leiti að hún er með fersku sítrónubragði á móti súkkulaðinu. Kakan er sérlega góð og fer ljómandi vel með helgarkaffinu.

Marmarakaka með súkkulaði og sítrónu (uppskrift frá Hembakat)

  • 3 egg
  • 2 ½ dl sykur
  • 1 ½ tsk lyftiduft
  • 3 dl hveiti
  • 100 g smjör
  • 1 dl mjólk
  • 2 tsk vanillusykur
  • sítrónuhýði af einni sítrónu (passið að rífa léttilega þannig að hvíti hlutinn komi ekki með)
  • 1 ½ msk kakó

Yfir kökuna:

  • um 25 g suðusúkkulaði, brætt

Hitið ofninn í 180°. Hrærið egg og sykur saman þar til blandan er létt og ljós. Bætið hveiti og lyftidufti saman við. Bræðið smjörið og blandið því saman við mjólkina. Hrærið blöndunni saman við deigið, þar til það er orðið slétt.

Setjið helminginn af deiginu í aðra skál. Hrærið vanillusykri og rifnu sítrónuhýði saman við deigið í annarri skálinni og kakói saman við deigið í hinni skálinni.

Setjið ljósa deigið í smurt formkökuform (ca 1 ½ líter að stærð). Setjið súkkulaðideigið yfir og blandið varlega saman með gaffli. Bakið neðst í ofninum í 40-45 mínútur. Látið kökuna kólna í forminu. Skreytið með bræddu súkkulaði.

2 athugasemdir á “Marmarakaka með súkkulaði og sítrónu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s