Það er svo dásamlegt að koma fram á morgnanna þessa dagana og mæta dagsbirtunni sem skín inn um gluggana. Þegar ég kom fram í morgun skein sólin inn og helgarblómin sem voru keypt á föstudaginn stóðu svo fallega í birtunni að ég mátti til með að smella af mynd.
Vikumatseðill
Mánudagur: Brasilískur fiskréttur
Þriðjudagur: Salamibaka með fetaosti
Miðvikudagur: Nautahakks- og makkarónupanna
Fimmtudagur: Þunnbrauðsvefja með pulsu og kartöflumús
Föstudagur: Indverskur Butter Chicken
Með helgarkaffinu: Marmarakaka með súkkulaði og sítrónu
Girnilegt 🙂
Sæl, vasinn á myndinni er þetta Dagg vasinn eða einhver önnur týpa sem fæst þá mögulega hér á Íslandi?
Bkv. Linda