Boston!

Þeir sem fylgja mér á Instagram hafa eflaust áttað sig á því að ég var í fríi í Boston, sem skýrir fjarveruna hér á blogginu. Það sem við höfðum það gott!

Við gistum á The Colonnade hótelinu sem er vel staðsett og með allt í göngufæri. Morgunmaturinn á hótelinu er dásamlegur og við nýttum okkur herbergisþjónustuna óspart. Herbergið okkar var rúmgott og með útsýni yfir Boston og það var ósköp notalegt að byrja dagana þar með morgunverðinn við gluggann.


Handan við hornið er upplagt að fara í hand- og fótsnyrtingu. Bara nokkur skref frá hótelinu og opnar snemma. Mér fannst æðislegt dekur að skottast þangað eftir morgunverðinn og fá snyrtingu og fótanudd morguninn eftir að við komum út.

  


Á móti hótelinu, í Prudential verslunarmiðstöðinni, er æðislegur matarmarkaður, Eataly. Þar settumst við niður á hverjum degi og fengum okkur osta, skinkur og vínglas. Það var svo notalegt að sitja þar við barinn og gæða sér á matnum. Mæli með því! Síðasta daginn versluðum við góðgæti og æðislegt rauðvín sem við tókum með okkur heim.


Annar staður sem ég mæli með er Taj Boston sem er á horni Newbury og Arlington. Þar inni er æðislegur bar sem er notalegt að setjast á eftir að hafa rölt um bæinn. Við fórum tvisvar þangað, í annað skiptið settumst við inn í drykk eftir að hafa rölt bæinn þveran og endilangan og í seinna skiptið fórum við í kampavín. Þarna er boðið upp á bestu hnetur sem ég hef smakkað. Ég borðaði mig sadda af þeim í bæði skiptin.

Það er nú varla hægt að fara til Ameríku án þess að fara á steikhús. Við fórum á Capital Grille og fengum okkur nautalund og humar, trufflufranskar og kartöflugratín. Brjálæðislega gott!

 

Kvöldið sem við komum út fórum við á Cheesecake factory, sem var beint á móti hótelinu okkar. Við fengum svo góðan mat (spicy cashew chicken og thai coconut-lime chicken) að það hálfa væri nóg. Við tókum síðan eftirréttinn, ostakökusneið, með okkur upp á hótel. Þæginlegt að þurfa bara að rölta yfir götuna, sérstaklega þar sem við vorum hálf þreytt eftir ferðalagið.

Mig hefur lengi langað til að smakka hin margrómaða Shake Shack borgara en get ekki sagt að hann hafi staðið undir væntingum. Borgarinn var hvorki fugl né fiskur en ostafranskarnar voru hins vegar æðislega góðar.

Við áttum yndislega daga í Boston og móttökurnar sem biðu okkur heima gátu ekki verið betri. Þegar við komum heim var búið að þrífa allt hátt og lágt, skipta um á rúmunum og á borðinu beið nýbakað bananabrauð. Yndisgull sem ég á ♥

Ein athugasemd á “Boston!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s