Brasilískur fiskréttur

Brasilískur fiskréttur

Ég er svolítið hrædd um að færslan mín í gær hafi misskilist. Ég hef nefnilega fengið skilaboð frá hugulsömum lesendum sem hafa boðist til að taka þátt í að greiða af blogginu og jafnvel hvatt mig til að gera bloggið að áskriftarsíðu. Á sama tíma og það hlýjar mér inn að hjartarótum hvað þið hugsið fallega og að ykkur er annt um bloggið þá fæ ég samviskubit ef færslan hefur skilist á þann hátt að ég væri í vandræðum með að greiða kostnaðinn sem fylgir því að halda blogginu úti. Ég vil því útskýra málið betur. Ég er ekki í neinum vandræðum með að fjármagna bloggið, heldur snérist vandamálið um það að WordPress (sem hýsir bloggið mitt) virtist synja kortinu mínu þrátt fyrir að kortafyrirtækið sagði að greiðslan hafi verið tekin út af því. Ég var því hrædd um að bloggið myndi hverfa þar sem WordPress vildi ekki kannast við að hafa móttekið greiðsluna. Þetta virtust þó óþarfa áhyggjur því bloggið er hér enn! Ég sendi fyrirspurn á WordPress varðandi þetta bíó og þeir eru að reyna að finna út úr þessu. Bloggið er því ekki að fara neitt enda veit ég fátt skemmtilegra en að halda því úti.

Brasilískur fiskréttur

Eins og flesta mánudaga var hér fiskur á borðum í kvöld. Ég þarf að fara að breyta því fyrirkomulagi því strákarnir fá fisk í skólanum á mánudögum og myndu því eflaust þiggja eitthvað annað hér heima. Þessi réttur var þó vinsæll og ég gat ekki betur séð en að allir voru mjög ánægðir með hann.

Brasilískur fiskréttur

Brasilískur fiskréttur – uppskrift frá Recipetineats.com

Fiskurinn

  • 500 g þorskur
  • 1 msk sítrónusafi
  • ¼ tsk salt
  • svartur pipar
  • 1 msk ólífuolía

Sósan

  • 1½ msk ólífuolía
  • 2 hvítlauksrif, fínhökkuð eða pressuð
  • 1 lítill laukur, fínhakkaður
  • 1 stór rauðpaprika, sneidd
  • 1½ tsk sykur
  • 1 msk kúmin (ath. ekki það sama og kúmen)
  • 1 msk paprikukrydd
  • ½ – 1 tsk cayenne pipar
  • ½ tsk salt
  • 1 dós (400 ml) kókosmjólk
  • 1 dós (400 ml) hakkaðar tómatar
  • 1 teningur fiskikraftur
Yfir réttinn
  • 1 msk lime safi
  • 3 msk grófhakkað ferskt kóriander

Fiskurinn:

Skerið fiskinn í 2,5 cm bita og blandið saman við lime safa, salt og pipar. Setjið plast yfir skálina og látið standa í ísskáp í um 20 mínútur.

Hitið 1 msk af ólífuolíu í stórum potti eða djúpri pönnu yfir háum hita. Setjið fiskinn í pottinn og steikið þar til fiskurinn er næstum fulleldaður og farinn að brúnast aðeins. Takið fiskinn úr pottinum og leggið hann til hliðar.

Sósan:

Lækkið hitan undir pottinum í miðlungsháann og bætið 1½ af ólífuolíu í hann. Setjið hvítlauk og lauk í pottinn og steikið í um 1½ mínútu eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Bætið paprikunni í pottinn og steikið í 2 mínútur til viðbótar. Setjið það sem eftir er af hráefnunum í sósuna í pottinn og látið suðuna koma upp. Látið sjóða í 15-20 mínútur eða þar til sósan er farin að þykkna. Smakkið til með salti og pipar. Bætið fiskinum í pottinn og látið sjóða í um 2 mínútur, svo fiskurinn nái að hitna aftur. Hrærið lime safa saman við og skreytið með fersku kóriander áður en rétturinn er borinn fram. Berið fram með hrísgrjónum.

 

2 athugasemdir á “Brasilískur fiskréttur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s