Mjúk súkkulaðibitakaka með súkkulaðismjörkremi

Súkkulaðibitakaka með súkkulaðismjörkremi

Um síðustu helgi bakaði ég dásamlega súkkulaðibitaköku sem ég má til með að benda ykkur á ef þið eruð í bökunarhugleiðingum fyrir helgina. Kakan er mjúk, með stökkum súkkulaðibitum og bragðgóðu kremi yfir. Hreint út sagt dásamleg í alla staði!
Súkkulaðibitakaka með súkkulaðismjörkremi

Súkkulaðibitakaka með súkkulaðismjörkremi

Botninn:

  • 175 g smjör
  • 450 g hveiti
  • 2,5 dl mjólk
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 tsk lyftiduft
  • 3/4 tsk salt
  • 350 g sykur
  • 100 g púðursykur
  • 4 egg
  • 150 g suðusúkkulaðibitar

Hitið ofninn í 175° og klæðið skúffukökuform með smjörpappír. Blandið saman mjólk og vanilludropum og setjið til hliðar. Blandið saman hveiti, salti og lyftidufti í annari skál og setjið til hliðar. Hrærið smjör, sykur og púðursykur saman í 3-5 mínútur, eða þar til blandan er ljós og létt. Lækkið hraðann á hrærivélinni og bætið eggjunum út í, einu í einu, og hrærið vel á milli. Bætið hveitiblöndunni og mjólkurblöndunni út í deigið á víxl og hrærið rólega á meðan. Blandið súkkulaðibitunum að lokum saman við með sleif. Setjið deigið í klætt skúffukökuform og bakið í miðjum ofni í 40-50 mínútur eða þar til prjóni sem stungið er í kökuna kemur hreinn upp. Látið kökuna kólna áður en kremið er sett á.

Mjúk súkkulaðibitakaka með súkkulaðismjörkremi

Krem:

  • 115 g suðusúkkulaði
  • 150 g smjör
  • 1 msk mjólk
  • 1/2 tsk vanilludropar
  • 230 g flórsykur

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og látið kólna aðeins. Hrærið smjöri við miðlungshraða í hrærivél (eða með handþeytara) í 2-3 mínútur eða þar til mjúkt. Hrærið mjólkinni saman við, síðan súkkulaðinu og svo vanilludropunum. Lækkið hraðann og hrærið flórsykrinum varlega saman við. Hrærið þar til kremið er slétt og mjúkt.

Súkkulaðibitakaka með súkkulaðismjörkremi

3 athugasemdir á “Mjúk súkkulaðibitakaka með súkkulaðismjörkremi

  1. Takk fyrir frábært blogg! Eg var að spa hvort þu gætir skellt inn stærðinni a forminu sem þu notar fyri þessa uppskrift? Ég er i USA og ekki viss um að ofnskúffu stærðirnar her seu þær sömu og heima!

  2. Strákarnir mínir og maðurinn minn bökuðu þessa æðislegu köku fyrir mig í dag á konudaginn. Hún er ekkert sma góð og munum við baka hana oftar 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s