Heima!

 

Við erum komin heim eftir ævintýralega ferð til Balí. Ferð sem fór allt öðruvísi en við höfðum planað en fór sem betur fer vel á endanum.

 

Eftir að hafa dvalið bæði í Nusa Dua og Seminyak enduðum við í Ubud. Ubud stendur klárlega upp úr og ef ég fer aftur mun ég eyða meiri tíma þar. Seminyak var annasamari en ég átti von á (ég var þar á mesta ferðamannatímanum) en hótelið sem ég var á þar var mjög gott. Ströndin í Nusa Dua er æðisleg og hótelið sem við vorum á var frábært og með besta hótelmorgunmat sem ég hef smakkað. Ubud stendur þó upp úr, andrúmsloftið þar er yndislegt og við erum svo ánægð með að hafa endað ferðina þar.

Það hefur aldrei verið jafn gott að koma heim eins og núna. Að hitta krakkana aftur eftir mánaðarfjarveru var dásamlegt. Ég elska haustin, þegar allt fer í gang eftir sumarfrí. Besti árstíminn!

Ég ætla ekki að setja inn uppskrift núna heldur langaði mig bara til að kíkja aðeins inn með nokkrum myndum úr ferðinni. Ég er með svo mikið af myndum að ég mun eflaust aldrei ná að fara í gegnum þær.

Í Ubud byrjaði ég alla daga á nuddstofunni og fór upp í 3 meðferðir á dag þar. Ég prófaði nýtt nudd á hverjum degi (stundum tvö á dag!), fór í handsnyrtingu, fótsnyrtingu og dekurmeðferð fyrir hárið. Öll nudd byrja og enda á tebolla og eftir nuddið er einnig boðið upp á papaya spjót. Dásemd!

Byggingarvinna í hverfinu. Allir hjálpast að og vinnuvélar eru óþafar!

Það var æðislegur sushistaður á hótelinu okkar við enduðum á að borða þar nokkrum sinnum. Fyrir 8 bita borguðum við 400 krónur. Við borðuðum á okkur gat í hvert einasta sinn. Á kvöldin voru þeir með lifandi jazztónlist og kokteilarnir voru frábærir.

Við hliðina á hótelinu okkar var hamborgarastaðurinn. Fyrsti hamborgarastaðurinn í Ubud og einn sá mest sjarmerandi sem ég hef séð.

Við fórum í Monkey Forest og vorum næstum rænd af apa. Hef aldrei lent í því áður…

Ég fór í jóga í fallegastu jógastöð sem ég hef á ævinni séð. Ég hefði viljað framlengja ferðinni til þess eins að geta byrjað fleiri daga þar. Síðasta daginn okkar í Ubud reif ég mig upp eldsnemma, fór í sunrise yoga og síðan beint yfir á snyrtistofuna í fjögurra handa nudd. Lúxus!

Gönguleiðin að jógastöðinni var bæði skreytt með listaverkum og fallegu útsýni.

Við skoðuðum hrísgrjónaakrana í Telangalang. Svo fallegir!!

Þessi mynd drepur mig! En sjáið útsýnið! Ég veit ekki hvað gerðist því það var blanka logn en þegar ég stóð þarna fauk kjóllinn minn upp og aumingja ferðamennirnir sem stóðu þarna fyrir neðan að dást að útsýninu fengu heldur betur annað útsýni en þeir höfðu hugsað sér!

Við fórum í Holy Water Temple. Mér fannst magnað að koma þangað.

Og fórum í kaffismökkum við stórkostlegt útsýni. Þessi ferð mun seint gleymast og mig dreymir um að fara aftur og taka krakkana með. Þau myndu þrífast eins og fiskar í vatni þarna! Ubud er yndisleg og ef einhver er að velta ferð þangað fyrir sér þá mæli ég með þessari stórgóðu grein hennar Tobbu Marinós. Við prófuðum flesta veitingastaðina sem hún mælir með og vorum alsæl!

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

4 athugasemdir á “Heima!

  1. Takk fyrir allar frábæru uppskriftirnar en þar sem ég er stödd á Bali núna þá langar mig að spyrja þig hvar þessi fallega Jógastöð er og nuddstofan sem þú talar um. Það er svo margt í boði svo það væri ágætt að geta nýtt sér reynslu annarra.

    1. Jógastöðin heitir Ubud Yoga House. Æðisleg stöð og morguntímarnir hjá Nínu eru dásemd.
      Nuddstofan heitir Putri Ubud Spa 2. Ég mæli sérstaklega með Ayuryoga Therapy Massage, hef aldrei fengið jafn gott nudd. Fjögurra handa nuddið er líka æði 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s