Vöfflur með sýrðum rjóma, kavíar, rauðlauki og dilli

Ég veit að það eru ekki allir hrifnir af kavíar en ég fæ ekki nóg af honum, sérstaklega þegar hann er borinn fram með sýrðum rjóma og öðru góðgæti. Ég veit ekki hversu oft ég hef boðið upp á þetta snakk (það er klikkað!) og þessi pizza er með þeim betri sem hægt er að hugsa sér (og passar svo vel með kældu hvítvíni). 

Ég ákvað um helgina að bjóða heim í vöfflur yfir leiknum (Svíþjóð – England, sem útskýrir sænska fánann á borðinu). Ég bar vöfflurnar fram með sultum, nutella og rjóma en þar sem leikurinn var fljótlega eftir hádegi vildi ég líka bjóða upp á matarmeiri vöfflur. Ég átti kavíar í ísskápnum sem fékk að fara á vöfflurnar ásamt sýrðum rjóma, rauðlauki og dilli (eins og á pizzunni góðu). Það kom brjálæðislega vel út! Þetta er einfaldlega nokkuð sem allir þurfa að prófa, líka þeir sem þykjast ekki borða kavíar!

Besta vöffluuppskriftin kemur frá Food 52:

  • 1½ bolli hveiti
  • ½ bolli kornsterkja (maizenamjöl)
  • 1 tsk lyftiduft
  • ½ tsk matarsódi
  • 1 tsk salt
  • 2 bollar nýmjólk eða súrmjólk
  • 2/3 bolli grænmetisolía (vegetable oil) eða brætt smjör
  • 2 egg
  • 3 tsk sykur
  • 1 ½ tsk vanilludropar

Setjið hveiti, kornsterkju, lyftiduft, matarsóda og salt í skál og blandið vel saman. Bætið mjólk, grænmetisolíu, eggjum, sykur og vanillu saman við og blandið vel. Látið deigið standa í 30 mínútur. Bakið vöfflurnar á smurðu vöfflujárni.

Yfir vöfflurnar:

  • sýrður rjómi (hrærið hann aðeins upp, svo hann verði kekkjalaus og mjúkur)
  • kavíar
  • rauðlaukur, fínhakkaður
  • ferskt dill

Ein athugasemd á “Vöfflur með sýrðum rjóma, kavíar, rauðlauki og dilli

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s