Bananakaka með súkkulaði og hnetusmjöri

Bananakaka með súkkulaði og hnetusmjöri

Síðasta helgin fyrir skólasetningu er runnin upp og haustið framundan. Mér þykir þetta einn af bestu tímum ársins, hálfgerð áramót þegar allt byrjar upp á nýtt. Best þykir mér þó að allt fer í rútínu á ný. Ég er svo mikil rútínumanneskja að það nær engri átt.

Bananakaka með súkkulaði og hnetusmjöri

Við ætlum að njóta þessarar síðustu helgar sumarfrísins hjá krökkunum. Við fórum út að borða saman í gærkvöldi og í dag liggur leiðin í bókabúðirnar að kaupa skóladót. Öggi mun þeyta skífum í brúðkaupi í kvöld og við Malín ætlum að nýta kvöldið í að merkja skólabækurnar og horfa á stelpumynd.

Bananakaka með súkkulaði og hnetusmjöri

Áður en dagurinn fer í gang hér á heimilinu nýti ég tímann í að blogga því mig langar svo að gefa ykkur uppskriftina af þessari ljúffengu bananaköku með súkkulaðibitum sem ég baka reglulega og fer afskaplega vel með helgarkaffinu. Kakan er fjölskylduvæn og fellur í kramið hjá öllum aldurshópum. Hún endist ekki lengi á borðinu, enda svo sem ekki ætluð upp á punt.

Bananakaka með súkkulaði og hnetusmjöri

Bananakaka með súkkulaði og hnetusmjöri

 • 5 dl hveiti
 • 3/4 tsk matarsódi
 • ½ tsk salt
 • 3 þroskaðir bananar
 • 1 dl hnetusmjör
 • 1 ¼ dl sykur
 • 1 dl púðursykur
 • 3/4 dl súrmjólk
 • 75 g brætt smjör
 • 2 egg
 • 100 g hakkað suðusúkkulaði (eða það súkkulaði sem þú velur)

Hitið ofninn í 175°. Smyrjið formkökuform og klæðið með bökunarpappír.

Blandið hveiti, matarsóda og salti saman í skál. Stappið bananana í annarri skál  og blandið hnetusmjöri, sykri , súrmjólk, smjöri og eggjum saman við þá. Hrærið blöndunni saman í kekkjalaust deig. Bætið þurrefnunum saman við og hrærið saman þar til deigið er slétt. Hrærið að lokum súkkulaðibitunum í deigið.

Setjið deigið í formið og bakið í miðjum ofni í um 60 mínútur, eða þar til prjóni stungið í kökuna kemur þurr upp.

3 athugasemdir á “Bananakaka með súkkulaði og hnetusmjöri

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s