Fiskur í karrý með tómötum og eggjum

Ef það er einhver uppskriftaflokkur hér á síðunni sem mig langar að stækka þá eru það fiskréttirnir. Krakkarnir mínir elska fisk og ég líka, samt er ég ódugleg við að prófa nýjar uppskriftir af fiskréttum.

Í gærkvöldi prófaði ég þó nýjan fiskrétt sem vakti svo mikla lukku hjá krökkunum að allir fengu sér ábót og Malín sagði hann vera einn sá besti fiskréttur sem hún hafði smakkað!  Sjálf hrósaði ég matnum við hvern bita því mér fannst hann svo góður. Með fiskinum bar ég fram nýjar soðnar kartöflur og Hvítlauks- og steinseljusósuna frá Fisherman. Þvílík veisla!

Fiskur í karrý með tómötum og eggjum – uppskrift fyrir 5-6

  • um 800 g þorskur
  • 6-8 msk smjör
  • um 1 msk karrý
  • sítrónupipar
  • salt
  • 4 egg
  • 2 stórir tómatar

Skerið fiskinn í bita og steikið í smjöri. Kryddið með karrý, sítrónupipar og salti.

Harðsjóðið eggin. Hakkið eggin og tómatar og setjið yfir fiskinn á pönnunni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s