Hnetusmjörs- og Nutella kökur

Ég sá uppskriftina að þessum hnetusmjörs- og Nutellakökum á The Sisters Cafe um daginn og hef hugsað um þær dag og nótt síðan. Ég vissi að ég yrði ekki róleg fyrr en ég væri búin að prófa uppskriftina og ákvað því að baka þær í gærkvöldi og hafa með kvöldkaffinu.

Ég ætla ekki að reyna að lýsa því hvað okkur þóttu þessar kökur góðar, nýbakaðar með kaldri mjólk. Þær eru stökkar að utan, seigar að innan og fullkomnar í alla staði. Ég gat ekki hætt að borða þær og var allt kvöldið að ná mér í eina í viðbót.

Hnetusmjörs- og Nutella kökur

  • 225 gr smjör við stofuhita
  • 2/3 bolli hnetusmjör (ég notaði crunchy Peter Pan hnetusmjör)
  • 1 bolli sykur
  • 1 bolli púðursykur
  • 2 egg
  • 2 tsk vanillusykur
  • 2 og 2/3 bolli hveiti
  • 2 tsk matarsódi
  • 1 tsk salt
  • rúmlega 1/3 bolli Nutella

Hrærið saman smjör, hnetusmjör, sykur, púðursykur, egg og vanillusykur þar til blandan verður mjúk og kekkjalaus. Bætið hveiti, matarsóda og salti saman við og blandið vel. Setjið Nutella í klessum yfir deigið og dreifið því um með smjörhníf. Passið að Nutellað á ekki að blandast saman við deigið heldur að vera víðs vegar í deiginu. Kælið deigið í ískáp í 15 mínútur til að herða Nutellað.

Hitið ofninn í 180° og leggið smjörpappír á ofnplötu. Gerið kúlur úr deiginu og leggið á ofnplötuna. Þrýstið létt ofan á kúlurnar þannig að þær fletjist aðeins út. Bakið í miðjum ofni í 8-10 mínútur eða þar til þær fá fallegan lit og byrja að brúnast á könntunum.

6 athugasemdir á “Hnetusmjörs- og Nutella kökur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s